Lífið

Belle & Sebastian komin á fleygiferð

Skoska poppsveitin er á leiðinni í tónleikaferð um heiminn.
Skoska poppsveitin er á leiðinni í tónleikaferð um heiminn.
Skoska poppsveitin Belle & Sebastian er á leið í tónleikaferð um heiminn sem hefst í Finnlandi 11. júlí. Meðal fleiri viðkomustaða eru Spánn, Japan, Bandaríkin, Bretland og Mexíkó. Þetta verður fyrsta tónleikaferð sveitarinnar um Norður-Ameríku frá árinu 2006.

Ný plata frá Belle & Sebastian er á lokastigi, sem verður fyrsta hljóðversplatan síðan The Life Pursuit kom út 2006 við góðar undirtektir. Liðsmenn sveitarinnar eru þessa dagana að semja lög í Glasgow og einnig að taka upp í Los Angeles.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.