Innlent

Hjálmur bjargaði mannslífi

Lögreglan á Selfossi segir að hjálmur hafi bjargað lífi 12 ára drengs á reiðhjóli sem ekið var á á Selfossi um hálffjögur leytið í dag. Drengurinn slapp við mar og eymsli.

Drengurinn var að hjóla yfir götu við hringtorg í bænum þegar að bíll sem var að keyra inn í hringtorgið ók á hann. Drengurinn kastaðist upp á húddið á bílnum og hjálmurinn braut framrúðuna á bílnum. Lögreglumaður á Selfossi sagði við fréttastofu nú á tólfta tímanum að hjálmurinn hafi bjargað mannslífi.

Hann undirstrikaði einnig nauðsyn þess að nota hjálm við hjólareiðar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×