Innlent

Meirihluti myndaður í Grindavík

Framsóknar- og sjálfstæðismenn í Grindavík mynduðu meirihluta í gærkvöldi. Í yfirlýsingu er því heitið að starfa saman í fullum trúnaði og hafa hagsmuni allra Grindvíkinga að leiðarljósi. Þá segjast oddvitar flokkanna vilja eiga gott samstarf við alla kjörna bæjarfulltrúa þar sem sjónarmið allra flokka eigi greiðan aðgang. Starf bæjarstjóra verður auglýst.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×