Vill gjaldtöku á farseðla til að vernda náttúruperlur Þorbjörn Þórðarson skrifar 20. nóvember 2010 19:07 Formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands segir eðlilegast að leggja hóflegt gjald á flugfarseðla til að fjármagna eftirlit og viðhald með helstu náttúruperlum Íslands, en átroðningur á þær er svo mikill að þær liggja undir skemmdum. Í nýrri skýrslu Umhverfisstofnunar um átand friðlýstra svæða segir að mörg þeirra líði fyrir stöðugan átroðning ferðmanna og slæma umgengni. Í skýrslunni segir að grípa verði til tafarlausra aðgerða til að hindra meiri skemmdir á níu svæðum. Efst á lista eru Gullfoss og Geysir, Teigarhorn og friðlandið að Fjallabaki. Þá koma Reykjanesfólkvangur, Grábrókargígar og Hveravellir og loks Surtarbrandsgil, Helgustaðanáma og Dyrhólaey. Umhverfisráðherra lýsti þeirri skoðun í vikunni að skoða mætti sérstök komugjöld til að búa til tekjustofn til að sinna friðlýstum svæðum. Í leiðara Fréttablaðsins gær segir að lausnin felist í því að taka gjald af þeim ferðamönnum sem skoði vinsælar náttúruperlur og nota tekjurnar til að bæta eftirlit, aðstöðu og þjónustu. Þetta geri allar sæmilega þróaðar þjóðir og ferðamenn skilji að það kosti fjármuni að veita aðgang að friðlýstum svæðum. Ekki sé sanngjarnt að taka komugjald af ferðamönnum sem ætli sér ekki að skoða viðkomandi staði, eins og þeir sem koma hingað aðeins til að kíkja á næturlífið í Reykjavík. Eðlilegast að setja þetta á flugfarseðilinn Hvað finnst þér um þessar hugmyndir umhverfisráðherra um hugsanlega láta erlenda ferðamenn greiða komugjöld, er þetta ekki í eðli sínu ósanngjörn leið því menn hafi mismunandi hvata til að sækja þetta land heim? „Það er ekkert alveg sanngjarnt þegar verið er að teygja sig í vasa neytandans og skattgreiðandans en ég held að þetta sé einfaldast og sársaukaminnst fyrir alla aðila og nauðsynlegt,“ segir Árni Finnsson, formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands. Árni segir að nokkuð hundruð króna gjald á farseðlana sé hóflegt og sanngjarnt. „Það kallar á mikla skipulagningu og skrifræði að vera með rukkun fyrir opin svæði, eins og á miðhálendingu, þess vegna er einfaldast að rukka þetta af flugmiðanum hingað eða ferjugjaldinu,“ segir Árni. Mest lesið Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Erlent Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Innlent Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Innlent Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Innlent Fleiri fréttir Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Sjá meira
Formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands segir eðlilegast að leggja hóflegt gjald á flugfarseðla til að fjármagna eftirlit og viðhald með helstu náttúruperlum Íslands, en átroðningur á þær er svo mikill að þær liggja undir skemmdum. Í nýrri skýrslu Umhverfisstofnunar um átand friðlýstra svæða segir að mörg þeirra líði fyrir stöðugan átroðning ferðmanna og slæma umgengni. Í skýrslunni segir að grípa verði til tafarlausra aðgerða til að hindra meiri skemmdir á níu svæðum. Efst á lista eru Gullfoss og Geysir, Teigarhorn og friðlandið að Fjallabaki. Þá koma Reykjanesfólkvangur, Grábrókargígar og Hveravellir og loks Surtarbrandsgil, Helgustaðanáma og Dyrhólaey. Umhverfisráðherra lýsti þeirri skoðun í vikunni að skoða mætti sérstök komugjöld til að búa til tekjustofn til að sinna friðlýstum svæðum. Í leiðara Fréttablaðsins gær segir að lausnin felist í því að taka gjald af þeim ferðamönnum sem skoði vinsælar náttúruperlur og nota tekjurnar til að bæta eftirlit, aðstöðu og þjónustu. Þetta geri allar sæmilega þróaðar þjóðir og ferðamenn skilji að það kosti fjármuni að veita aðgang að friðlýstum svæðum. Ekki sé sanngjarnt að taka komugjald af ferðamönnum sem ætli sér ekki að skoða viðkomandi staði, eins og þeir sem koma hingað aðeins til að kíkja á næturlífið í Reykjavík. Eðlilegast að setja þetta á flugfarseðilinn Hvað finnst þér um þessar hugmyndir umhverfisráðherra um hugsanlega láta erlenda ferðamenn greiða komugjöld, er þetta ekki í eðli sínu ósanngjörn leið því menn hafi mismunandi hvata til að sækja þetta land heim? „Það er ekkert alveg sanngjarnt þegar verið er að teygja sig í vasa neytandans og skattgreiðandans en ég held að þetta sé einfaldast og sársaukaminnst fyrir alla aðila og nauðsynlegt,“ segir Árni Finnsson, formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands. Árni segir að nokkuð hundruð króna gjald á farseðlana sé hóflegt og sanngjarnt. „Það kallar á mikla skipulagningu og skrifræði að vera með rukkun fyrir opin svæði, eins og á miðhálendingu, þess vegna er einfaldast að rukka þetta af flugmiðanum hingað eða ferjugjaldinu,“ segir Árni.
Mest lesið Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Erlent Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Innlent Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Innlent Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Innlent Fleiri fréttir Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Sjá meira