Innlent

Enginn asi í stóru bæjarfélögunum

Jón Gnarr Oddviti Besta flokksins gaf oddvita Samfylkingarinnar, sjónvarpsþættina The Wire á DVD-diskum í gær.
Jón Gnarr Oddviti Besta flokksins gaf oddvita Samfylkingarinnar, sjónvarpsþættina The Wire á DVD-diskum í gær.
Viðræður fulltrúa Besta flokksins og Samfylkingar um myndun meirihluta í borgarstjórn Reykjavíkur héldu áfram í gær. Ágætur gangur mun vera í viðræðunum en menn segjast þó ætla að fara sér í engu óðslega.

„Ef það brjótast út slagsmál á fundi þá lofum við að setja myndir af því á heimasíðu flokksins," sagði Óttarr Proppé, þriðji maður á lista Besta flokksins, aðspurður um gang mála. Í gærkvöld var fundur almennra félagsmanna í Samfylkingunni þar sem úrslit kosninganna og hugsanlegt samstarf við Besta flokkinn var rætt.

Í Kópavogi settust fulltrúar Samfylkingar, Vinstri grænna, Næst besta flokksins og Kópavogslistans á kvöldfund eftir matarhlé. Fyrir þann fund sagðist Hjálmar Hjálmarsson, fulltrúi Næstbesta flokksins, búast við að tekið yrði hlé um helgina svo bæjar­fulltrúunum gæfist kostur á að kynna drög að málaefnasamningi fyrir sínu fólki.

Svipaða sögu er að segja úr Hafnarfirði þótt þar virðist fulltrúar Samfylkingar og Vinstri grænna vera heldur lengra komnir í myndun meirihluta en í hinum bæjarfélögunum tveimur. - gar




Fleiri fréttir

Sjá meira


×