Innlent

Dómur yfir haglabyssumanni mildaður

Hæstiréttur mildaði sex ára fangelsisdóm yfir Birki Arnari Jónssyni, sem var dæmdur í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir tilraun til manndráps þegar hann skaut á hurð vinnuveitanda kærustu hans á síðasta ári. Taldi Hæstiréttur hæfilegt að dæma manninn í fimm ára fangelsi.

Birkir skaut fimm sinnum á hurð mannsins en hann taldi sig eiga óuppgert mál við manninn þar sem kærasta hans starfaði hjá honum.

Maðurinn hlaut sár á enni en sauma þurfti átta spor vegna meiðslanna. Miskabætur voru hinsvegar lækkaðar úr 900 þúsund krónum í 600 þúsund.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×