Innlent

Meintum þjófum á Akranesi sleppt

Mennirnir fjórir eru lausir
Mennirnir fjórir eru lausir
Mennirnir fjórir sem lögreglan á Akranesi handtók á þriðjudag grunaða um að hafa brotist inn í liðlega 30 sumarbústaði hefur verið sleppt, samkvæmt

upplýsingum frá lögreglunni á Akranesi. Málið telst upplýst. Maðurinn sem var úrskurðaður í gæsluvarðhald fram á mánudag er einnig laus.

Mennirnir voru upphaflega handteknir grunaðir um að hafa brotist inn í einn sumarbústað í nágrenni Akraness. Við yfirheyrslur

vaknaði grunur um að mennirnir væru einnig viðriðnir innbrot og skemmdarverk í fleiri bústöðum á svæðinu, liðlega þrjátíu talsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×