Lífið

Brad kaupir rétt að bók um ítalska blaðamenn

Pitt hefur keypt kvikmyndaréttinn að bókinni The Imperfectionist eftir Tom Rachman.
Pitt hefur keypt kvikmyndaréttinn að bókinni The Imperfectionist eftir Tom Rachman.
Bandaríski leikarinn Brad Pitt heldur áfram að tryggja sér kvikmyndarétt að forvitnilegum bókum í gegnum kvikmyndafyrirtæki sitt Plan B., sem hann átti reyndar með fyrrverandi eiginkonu sinni, Jennifer Aniston. Pitt hefur nú keypt kvikmyndaréttinn að bókinni The Imperfectionist eftir blaðamanninn Tom Rachman sem New York Times lýsti sem samblöndu af bók Evelyn Waugh, Scoop, og Fear and Loathing in Las Vegas eftir Hunter S. Thompson.

Pitt hefur verið öflugur á þessum markaði í gegnum Plan B og keypti nýverið bókina Fortress of Solitude eftir Jonathan Lethem sem vakti mikla athygli. Alfonso Gomez Rejon sem gerði Babel með Pitt og Cate Blanchett í aðalhlutverkum, mun leikstýra myndinni eftir þeirri bók og skrifa handritið.

Hins vegar er ekki ákveðið hvenær verður ráðist í framleiðslu The Imperfectionist sem segir frá skrautlegu starfsfólki fréttaveitu á Ítalíu sem lendir í miklum ógöngum. Pitt mun hins vegar ekki falast eftir hlutverki í myndinni en hann verður næst hægt að sjá í kvikmyndinni The Tree of Life eftir Terence Malick þar sem hann leikur á móti Sean Penn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.