Læknir skipar söngvara að þegja í Airwaves-vikunni 12. október 2010 14:00 Arnór Dan glímir við svæsna hálsbólgu en hyggst engu að síður koma fjórum sinnum fram í vikunni með hljómsveit sinni Agent Fresco. fréttablaðið/anton „Ég er kominn með hálsbólgu. Þetta er fullkomin tímasetning. Við erum að leggja lokahönd á plötuna, Airwaves að byrja og allt í gangi,“ segir Arnór Dan Arnarson, söngvari hljómsveitarinnar Agent Fresco. Læknir Arnórs hefur ráðlagt honum að spara röddina ætli hann ekki að missa hana. Tímasetningin er ekki sú besta, en Iceland Airwaves-hátíðin hefst í vikunni ásamt því að Agent Fresco vinnur að því að klára upptökur á fyrstu breiðskífu sinni. „Það er ekki annað hægt en að hlæja – beðinn um að þegja yfir Airwaves-vikuna og þegar við erum að leggja lokahönd á plötuna,“ segir Arnór. Agent Fresco kemur fjórum sinnum fram á næstu dögum, á Nasa á miðvikudag, í Hressó og Norræna húsinu á fimmtudag og loks á Sódómu á laugardag. Það verður því gríðarlegt álag á bólgnum hálsi Arnórs, sem tekur því með æðruleysi: „Ég verð að reyna að tækla þetta eins vel og hægt er,“ segir hann. „Ég bjóst samt við þessu. Ég er búinn að vera svo stressaður út af plötunni og var ekki hissa þegar ég vaknaði og var kominn með hálsbólgu.“ Arnór telur að blanda af álagi og svefnleysi hafi spilað inn í þegar hálsinn bólgnaði upp, en hann hefur nýtt næturnar í upptökur á breiðskífu Agent Fresco. Hálsbólgan tefur útgáfuna, en platan átti að koma út í byrjun nóvember. Arnór er þó bjartsýnn á að platan komi út einhvern tíma í nóvember. „Platan tefst því miður,“ segir hann. „Svona er þetta bara. Ég er ekki að fara að taka upp helminginn af lögunum með hálsbólgu – maður heyrir alveg muninn. Þú heyrir það kannski á mér núna.“ Iceland Airwaves verður þó efst á baugi hjá Arnóri og félögum í vikunni, enda stærsta tónlistarhátíð landsins og allar helstu hljómsveitir landsins koma þar fram. „Þetta verður ógeðslega gaman – þetta eru jólin fyrir okkur,“ segir Arnór. „Við skemmtum okkur vel og gerum það sem við erum alltaf búnir að gera. Þetta verður flott.“ atlifannar@frettabladid.is Mest lesið Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Lífið Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Lífið Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Lífið Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Lífið Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Lífið Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Lífið Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Lífið „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Lífið Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Lífið Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Lífið Fleiri fréttir Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Bragason leikur Zeldu prinsessu Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Ótrúleg upplifun að vera í algjöru myrkri á tónleikum Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Connie Francis er látin „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Birta og Króli eiga von á dreng Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Emma Watson svipt ökuleyfinu Yngsti gusumeistari landsins Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Sjá meira
„Ég er kominn með hálsbólgu. Þetta er fullkomin tímasetning. Við erum að leggja lokahönd á plötuna, Airwaves að byrja og allt í gangi,“ segir Arnór Dan Arnarson, söngvari hljómsveitarinnar Agent Fresco. Læknir Arnórs hefur ráðlagt honum að spara röddina ætli hann ekki að missa hana. Tímasetningin er ekki sú besta, en Iceland Airwaves-hátíðin hefst í vikunni ásamt því að Agent Fresco vinnur að því að klára upptökur á fyrstu breiðskífu sinni. „Það er ekki annað hægt en að hlæja – beðinn um að þegja yfir Airwaves-vikuna og þegar við erum að leggja lokahönd á plötuna,“ segir Arnór. Agent Fresco kemur fjórum sinnum fram á næstu dögum, á Nasa á miðvikudag, í Hressó og Norræna húsinu á fimmtudag og loks á Sódómu á laugardag. Það verður því gríðarlegt álag á bólgnum hálsi Arnórs, sem tekur því með æðruleysi: „Ég verð að reyna að tækla þetta eins vel og hægt er,“ segir hann. „Ég bjóst samt við þessu. Ég er búinn að vera svo stressaður út af plötunni og var ekki hissa þegar ég vaknaði og var kominn með hálsbólgu.“ Arnór telur að blanda af álagi og svefnleysi hafi spilað inn í þegar hálsinn bólgnaði upp, en hann hefur nýtt næturnar í upptökur á breiðskífu Agent Fresco. Hálsbólgan tefur útgáfuna, en platan átti að koma út í byrjun nóvember. Arnór er þó bjartsýnn á að platan komi út einhvern tíma í nóvember. „Platan tefst því miður,“ segir hann. „Svona er þetta bara. Ég er ekki að fara að taka upp helminginn af lögunum með hálsbólgu – maður heyrir alveg muninn. Þú heyrir það kannski á mér núna.“ Iceland Airwaves verður þó efst á baugi hjá Arnóri og félögum í vikunni, enda stærsta tónlistarhátíð landsins og allar helstu hljómsveitir landsins koma þar fram. „Þetta verður ógeðslega gaman – þetta eru jólin fyrir okkur,“ segir Arnór. „Við skemmtum okkur vel og gerum það sem við erum alltaf búnir að gera. Þetta verður flott.“ atlifannar@frettabladid.is
Mest lesið Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Lífið Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Lífið Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Lífið Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Lífið Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Lífið Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Lífið Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Lífið „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Lífið Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Lífið Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Lífið Fleiri fréttir Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Bragason leikur Zeldu prinsessu Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Ótrúleg upplifun að vera í algjöru myrkri á tónleikum Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Connie Francis er látin „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Birta og Króli eiga von á dreng Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Emma Watson svipt ökuleyfinu Yngsti gusumeistari landsins Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Sjá meira