Læknir skipar söngvara að þegja í Airwaves-vikunni 12. október 2010 14:00 Arnór Dan glímir við svæsna hálsbólgu en hyggst engu að síður koma fjórum sinnum fram í vikunni með hljómsveit sinni Agent Fresco. fréttablaðið/anton „Ég er kominn með hálsbólgu. Þetta er fullkomin tímasetning. Við erum að leggja lokahönd á plötuna, Airwaves að byrja og allt í gangi,“ segir Arnór Dan Arnarson, söngvari hljómsveitarinnar Agent Fresco. Læknir Arnórs hefur ráðlagt honum að spara röddina ætli hann ekki að missa hana. Tímasetningin er ekki sú besta, en Iceland Airwaves-hátíðin hefst í vikunni ásamt því að Agent Fresco vinnur að því að klára upptökur á fyrstu breiðskífu sinni. „Það er ekki annað hægt en að hlæja – beðinn um að þegja yfir Airwaves-vikuna og þegar við erum að leggja lokahönd á plötuna,“ segir Arnór. Agent Fresco kemur fjórum sinnum fram á næstu dögum, á Nasa á miðvikudag, í Hressó og Norræna húsinu á fimmtudag og loks á Sódómu á laugardag. Það verður því gríðarlegt álag á bólgnum hálsi Arnórs, sem tekur því með æðruleysi: „Ég verð að reyna að tækla þetta eins vel og hægt er,“ segir hann. „Ég bjóst samt við þessu. Ég er búinn að vera svo stressaður út af plötunni og var ekki hissa þegar ég vaknaði og var kominn með hálsbólgu.“ Arnór telur að blanda af álagi og svefnleysi hafi spilað inn í þegar hálsinn bólgnaði upp, en hann hefur nýtt næturnar í upptökur á breiðskífu Agent Fresco. Hálsbólgan tefur útgáfuna, en platan átti að koma út í byrjun nóvember. Arnór er þó bjartsýnn á að platan komi út einhvern tíma í nóvember. „Platan tefst því miður,“ segir hann. „Svona er þetta bara. Ég er ekki að fara að taka upp helminginn af lögunum með hálsbólgu – maður heyrir alveg muninn. Þú heyrir það kannski á mér núna.“ Iceland Airwaves verður þó efst á baugi hjá Arnóri og félögum í vikunni, enda stærsta tónlistarhátíð landsins og allar helstu hljómsveitir landsins koma þar fram. „Þetta verður ógeðslega gaman – þetta eru jólin fyrir okkur,“ segir Arnór. „Við skemmtum okkur vel og gerum það sem við erum alltaf búnir að gera. Þetta verður flott.“ atlifannar@frettabladid.is Mest lesið Íslenska stelpan sem gerðist mormóni Lífið Frægir fundu ástina 2025 Lífið „Við erum öll dauð hvort sem er“ Lífið „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Lífið „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Lífið Best klæddu Íslendingarnir 2025 Tíska og hönnun Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar Lífið Útgefandi Walliams lætur hann róa Lífið 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Lífið Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Lífið Fleiri fréttir „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Frægir fundu ástina 2025 Íslenska stelpan sem gerðist mormóni „Við erum öll dauð hvort sem er“ Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Pete orðinn pabbi Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Laufey á lista Obama „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Keough sögð líffræðileg móðir Benjamin Travolta Rússland aftur í Eurovision - undirskriftasöfnun Óskarsverðlaununum streymt á Youtube Karmað muni bíta þjófinn í rassinn þegar títan og glyttan byrja að dansa í hitanum Hreimur og Ólafur Darri perluvinir sem horfa á enska boltann saman „Ég er mamman sem gat aldrei gefið honum það sem hann óskaði sér“ Áttu að hitta Reiner-hjónin daginn örlagaríka Leynigesturinn hitti Heimi Karls beint í hjartastað Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Sjá meira
„Ég er kominn með hálsbólgu. Þetta er fullkomin tímasetning. Við erum að leggja lokahönd á plötuna, Airwaves að byrja og allt í gangi,“ segir Arnór Dan Arnarson, söngvari hljómsveitarinnar Agent Fresco. Læknir Arnórs hefur ráðlagt honum að spara röddina ætli hann ekki að missa hana. Tímasetningin er ekki sú besta, en Iceland Airwaves-hátíðin hefst í vikunni ásamt því að Agent Fresco vinnur að því að klára upptökur á fyrstu breiðskífu sinni. „Það er ekki annað hægt en að hlæja – beðinn um að þegja yfir Airwaves-vikuna og þegar við erum að leggja lokahönd á plötuna,“ segir Arnór. Agent Fresco kemur fjórum sinnum fram á næstu dögum, á Nasa á miðvikudag, í Hressó og Norræna húsinu á fimmtudag og loks á Sódómu á laugardag. Það verður því gríðarlegt álag á bólgnum hálsi Arnórs, sem tekur því með æðruleysi: „Ég verð að reyna að tækla þetta eins vel og hægt er,“ segir hann. „Ég bjóst samt við þessu. Ég er búinn að vera svo stressaður út af plötunni og var ekki hissa þegar ég vaknaði og var kominn með hálsbólgu.“ Arnór telur að blanda af álagi og svefnleysi hafi spilað inn í þegar hálsinn bólgnaði upp, en hann hefur nýtt næturnar í upptökur á breiðskífu Agent Fresco. Hálsbólgan tefur útgáfuna, en platan átti að koma út í byrjun nóvember. Arnór er þó bjartsýnn á að platan komi út einhvern tíma í nóvember. „Platan tefst því miður,“ segir hann. „Svona er þetta bara. Ég er ekki að fara að taka upp helminginn af lögunum með hálsbólgu – maður heyrir alveg muninn. Þú heyrir það kannski á mér núna.“ Iceland Airwaves verður þó efst á baugi hjá Arnóri og félögum í vikunni, enda stærsta tónlistarhátíð landsins og allar helstu hljómsveitir landsins koma þar fram. „Þetta verður ógeðslega gaman – þetta eru jólin fyrir okkur,“ segir Arnór. „Við skemmtum okkur vel og gerum það sem við erum alltaf búnir að gera. Þetta verður flott.“ atlifannar@frettabladid.is
Mest lesið Íslenska stelpan sem gerðist mormóni Lífið Frægir fundu ástina 2025 Lífið „Við erum öll dauð hvort sem er“ Lífið „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Lífið „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Lífið Best klæddu Íslendingarnir 2025 Tíska og hönnun Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar Lífið Útgefandi Walliams lætur hann róa Lífið 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Lífið Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Lífið Fleiri fréttir „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Frægir fundu ástina 2025 Íslenska stelpan sem gerðist mormóni „Við erum öll dauð hvort sem er“ Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Pete orðinn pabbi Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Laufey á lista Obama „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Keough sögð líffræðileg móðir Benjamin Travolta Rússland aftur í Eurovision - undirskriftasöfnun Óskarsverðlaununum streymt á Youtube Karmað muni bíta þjófinn í rassinn þegar títan og glyttan byrja að dansa í hitanum Hreimur og Ólafur Darri perluvinir sem horfa á enska boltann saman „Ég er mamman sem gat aldrei gefið honum það sem hann óskaði sér“ Áttu að hitta Reiner-hjónin daginn örlagaríka Leynigesturinn hitti Heimi Karls beint í hjartastað Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Sjá meira