Lífið

Aðþrengdar eiginkonur eins og fjölskylda mín

Vanessa Williams. MYND/Cover Media
Vanessa Williams. MYND/Cover Media

Leikkonan Vanessa Williams, 47 ára, líkir leikkonunum í sjónvarpsþáttunum Aðþrengdar eiginkonur eða Desperate Housewives við fjölskylduna sína.

Vanessa fór eftirminnilega með hlutverk Wilhelminu Slater í sjónvarpsþáttaröðinni Ugly Betty en í dag er hún upptekin við tökur á nýrri þáttaröð sjónvarpsþáttanna Desperate Housewives nánast alla daga vikunnar.

Nýju vinnufélagarnir Felicity, Teri Hatcher og Eva Longoria Parker eru orðnar eins og hennar nánasta fjölskylda.

„Ég er mikið í kringum þær (leikkonurnar) og því líður mér eins og ég sé með fjölskyldunni minni. Það er yndislegt að mæta í vinnuna á hverjum degi með konum eins og þeim," sagði Vanessa.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.