Handbolti

Frakkar eru fjórum mörkum yfir í hálfleik

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Snorri Steinn Guðjónsson var eini lykilmaðurinn sem byrjaði í sinni stöðu.
Snorri Steinn Guðjónsson var eini lykilmaðurinn sem byrjaði í sinni stöðu. Mynd/

Íslenska karlalandsliðið er fjórum mörkum undir í hálfleik, 13-17, í úrslitaleik hraðmótsins í Bercy-höllinni í París. Guðmundur Guðmundsson hefur hvílt lykilmenn liðsins í fyrri hálfleik en markahæstur er FH-ingurinn ungi Ólafur Guðmundsson með fimm mörk.



Guðmundur byrjaði með þá Sturla Ásgeirsson (vinstra horn), Ólaf Guðmundsson (vinstri skyttu), Snorra Stein Guðjónsson (leikstjórnandi), Alexander Petersson (hægri skytta), Ásgeir Örn Hallgrímsson (hægra horn) og Vignir Svavarsson (lína). Hreiðar Levý Guðmundsson byrjaði síðan í markinu.

Frakkar skoruðu tvö fyrstu mörkin og komust svo í 7-2 eftir 10 mínútur og í 10-5 þegar hálfleikurinn var hálfnaður. Þá kom góður kafli og íslenska liðið skoraði fjögur mörk í röð og minnkaði muninn í 9-10.

Íslenska liðið náði síðan tvisvar að minnka muninn í eitt mark (10-11, 12-13 og 13-14) en Frakkar enduðu hálfleikinn á því að skora þrjú síðustu mörkin.

Mörk Íslands í fyrri hálfleik:

Ólafur Guðmundsson 5

Alexander Petersson 3

Snorri Steinn Guðjónsson 2/1

Sturla Ásgeirsson 2

Vignir Svavarsson 1



Hreiðar Levý Guðmundsson hefur varið fimm skot í markinu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×