Íslensk matreiðsla í mikilli sókn 25. maí 2010 11:45 John Swarbrooke er hér ásamt starfsfólki Menntaskólans í Kópavogi. Fréttablaðið/Stefán John Swarbrooke, prófessor í ferðamálafræðum við César Ritz College í Sviss, heimsótti Ísland fyrir stuttu og hélt hér fyrirlestur um ferðaiðnaðinn auk þess sem hann heimsótti nemendur og starfsfólk við Menntaskólann í Kópavogi, sem starfar náið með César Ritz. Swarbrooke hefur skrifað fjölda bóka um ferðaiðnaðinn sem þýddar hafa verið á yfir tíu tungumál. „Ég heimsótti Ísland fyrst fyrir 37 árum og ferðaiðnaðurinn hér hefur breyst gríðarlega síðan þá. Samgöngur hafa breyst mikið síðustu árin en það sem mér finnst hafa tekið mestum framförum er matreiðslan. Áður þegar ég sótti landið heim borðaði ég úti af nauðsyn en í dag er það einstök lífsreynsla að snæða á íslenskum veitingastöðum, hráefnið er frábært og Íslendingar gætu notfært sér þessi sérkenni enn frekar við markaðssetningu á landinu," segir Swarbrooke. Hrífst af íslandi John Swarbrooke, ferðamálaprófessor við César Ritz í Sviss, segist vera heillaður af íslenskum vetri. Mynd/Helgi Kristjánsson Að sögn prófessorsins kemur það honum á óvart að ferðamannastraumur til landsins skuli enn vera í hámarki yfir sumartímann þar sem vetrarmánuðirnir hafi upp á margt að bjóða. „Það er til dæmis kaldara í Sviss yfir veturinn heldur en á Íslandi, þess vegna ætti veður ekki að hafa mikil áhrif á straum ferðamanna hingað til lands á þessum árstíma. Hér er einnig nóg um að vera á veturnar, það er bara spurning um að markaðssetja landið rétt til að draga fólk að. Það er ekki nóg að kynna fyrirtæki og ferðamöguleika fyrir fólki þegar það er komið til landsins heldur þarf einnig að markaðssetja vöruna erlendis til að lokka ferðamenn til landsins." Aðspurður segir Swarbrooke að Íslendingar ættu ekki einungis að einblína á þann fjölda ferðamanna sem kemur til landsins árlega, heldur eigi einnig að reyna að hámarka þjónustu við þá og auka þannig tekjurnar. „Íslendingar ættu að reyna að nýta sér slæmt gengi krónunnar á meðan það varir, því nú er landið orðið viðráðanlegt fyrir fjölda fólks sem hafði áður ekki haft efni á að koma hingað." - sm Mest lesið Frumflutti „Hver er sá besti“ í Fíladelfíu árið 1985 Tónlist Jónas Sen sakaður um derring og meinfýsni Lífið Kærleiksbomba frá GusGus Tónlist Carmina Burana sem maður vill helst gleyma – hvað fór úrskeiðis í Hörpu? Gagnrýni Svanhildur Hólm fór holu í höggi Lífið Listrænn stjórnandi Bolshoj-ballettsins til margra áratuga látinn Menning Ástin blómstrar hjá Rósu Líf og Anahitu Lífið Væri til í fjörutíu eiginmenn og nokkra sykurpabba Lífið Þjóðin tjáir sig: Skipbrot VÆB, söguleg núll stig og meðalgreind heimsálfa Lífið Arnar og Sigrún Heba selja glæsihús í Kópavogi Lífið Fleiri fréttir Arnar og Sigrún Heba selja glæsihús í Kópavogi Svanhildur Hólm fór holu í höggi Ástin blómstrar hjá Rósu Líf og Anahitu Væri til í fjörutíu eiginmenn og nokkra sykurpabba Biggi ekki lengur lögga Ásgeir og Hildur eiga von á stúlku Stefán Einar tók vel á því með Ísfélaginu Stjörnulífið: Bikiní dress vikunnar Ótrúlegustu atvik geta veitt innblástur Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Felix kveður Eurovision Ein óvæntustu úrslit Eurovision-sögunnar Krakkatían: Eurovision, jarðskjálftar og dvergar Voru í sjötta sæti í undankeppninni Þjóðin tjáir sig: Skipbrot VÆB, söguleg núll stig og meðalgreind heimsálfa Ísland fékk stig frá þessum löndum Austurríki sigurvegari Eurovision 2025 Íslendingar á samfélagsmiðlum: „Við hljótum að vinna þetta?“ Klúróvision í kvöld: „Þetta fer svo fyrir brjóstið á okkur að við förum úr fötunum“ Vaktin: Stórsigur Austurríkis og VÆB fengu 33 stig Ísraelska söngkonan biðlar til Íslendinga á íslensku Krókódíllinn úr Happy Gilmore allur Bjarni Ara í íslensku dómnefndinni Berglind Festival og Jón Geir njóta lífsins á Tenerife Sterkar vísbendingar um að Céline Dion mæti í kvöld Seldu allt sem þau áttu og sigla um heiminn Fréttatía vikunnar: VÆB, lögreglueftirlit og lúxusþota Kranavatn á þúsund krónur en slapp við mína verstu martröð Fagnarlæti yfirgnæfðu baulið en óvíst hvaðan þau komu Baráttan um jólagestina hafin Sjá meira
John Swarbrooke, prófessor í ferðamálafræðum við César Ritz College í Sviss, heimsótti Ísland fyrir stuttu og hélt hér fyrirlestur um ferðaiðnaðinn auk þess sem hann heimsótti nemendur og starfsfólk við Menntaskólann í Kópavogi, sem starfar náið með César Ritz. Swarbrooke hefur skrifað fjölda bóka um ferðaiðnaðinn sem þýddar hafa verið á yfir tíu tungumál. „Ég heimsótti Ísland fyrst fyrir 37 árum og ferðaiðnaðurinn hér hefur breyst gríðarlega síðan þá. Samgöngur hafa breyst mikið síðustu árin en það sem mér finnst hafa tekið mestum framförum er matreiðslan. Áður þegar ég sótti landið heim borðaði ég úti af nauðsyn en í dag er það einstök lífsreynsla að snæða á íslenskum veitingastöðum, hráefnið er frábært og Íslendingar gætu notfært sér þessi sérkenni enn frekar við markaðssetningu á landinu," segir Swarbrooke. Hrífst af íslandi John Swarbrooke, ferðamálaprófessor við César Ritz í Sviss, segist vera heillaður af íslenskum vetri. Mynd/Helgi Kristjánsson Að sögn prófessorsins kemur það honum á óvart að ferðamannastraumur til landsins skuli enn vera í hámarki yfir sumartímann þar sem vetrarmánuðirnir hafi upp á margt að bjóða. „Það er til dæmis kaldara í Sviss yfir veturinn heldur en á Íslandi, þess vegna ætti veður ekki að hafa mikil áhrif á straum ferðamanna hingað til lands á þessum árstíma. Hér er einnig nóg um að vera á veturnar, það er bara spurning um að markaðssetja landið rétt til að draga fólk að. Það er ekki nóg að kynna fyrirtæki og ferðamöguleika fyrir fólki þegar það er komið til landsins heldur þarf einnig að markaðssetja vöruna erlendis til að lokka ferðamenn til landsins." Aðspurður segir Swarbrooke að Íslendingar ættu ekki einungis að einblína á þann fjölda ferðamanna sem kemur til landsins árlega, heldur eigi einnig að reyna að hámarka þjónustu við þá og auka þannig tekjurnar. „Íslendingar ættu að reyna að nýta sér slæmt gengi krónunnar á meðan það varir, því nú er landið orðið viðráðanlegt fyrir fjölda fólks sem hafði áður ekki haft efni á að koma hingað." - sm
Mest lesið Frumflutti „Hver er sá besti“ í Fíladelfíu árið 1985 Tónlist Jónas Sen sakaður um derring og meinfýsni Lífið Kærleiksbomba frá GusGus Tónlist Carmina Burana sem maður vill helst gleyma – hvað fór úrskeiðis í Hörpu? Gagnrýni Svanhildur Hólm fór holu í höggi Lífið Listrænn stjórnandi Bolshoj-ballettsins til margra áratuga látinn Menning Ástin blómstrar hjá Rósu Líf og Anahitu Lífið Væri til í fjörutíu eiginmenn og nokkra sykurpabba Lífið Þjóðin tjáir sig: Skipbrot VÆB, söguleg núll stig og meðalgreind heimsálfa Lífið Arnar og Sigrún Heba selja glæsihús í Kópavogi Lífið Fleiri fréttir Arnar og Sigrún Heba selja glæsihús í Kópavogi Svanhildur Hólm fór holu í höggi Ástin blómstrar hjá Rósu Líf og Anahitu Væri til í fjörutíu eiginmenn og nokkra sykurpabba Biggi ekki lengur lögga Ásgeir og Hildur eiga von á stúlku Stefán Einar tók vel á því með Ísfélaginu Stjörnulífið: Bikiní dress vikunnar Ótrúlegustu atvik geta veitt innblástur Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Felix kveður Eurovision Ein óvæntustu úrslit Eurovision-sögunnar Krakkatían: Eurovision, jarðskjálftar og dvergar Voru í sjötta sæti í undankeppninni Þjóðin tjáir sig: Skipbrot VÆB, söguleg núll stig og meðalgreind heimsálfa Ísland fékk stig frá þessum löndum Austurríki sigurvegari Eurovision 2025 Íslendingar á samfélagsmiðlum: „Við hljótum að vinna þetta?“ Klúróvision í kvöld: „Þetta fer svo fyrir brjóstið á okkur að við förum úr fötunum“ Vaktin: Stórsigur Austurríkis og VÆB fengu 33 stig Ísraelska söngkonan biðlar til Íslendinga á íslensku Krókódíllinn úr Happy Gilmore allur Bjarni Ara í íslensku dómnefndinni Berglind Festival og Jón Geir njóta lífsins á Tenerife Sterkar vísbendingar um að Céline Dion mæti í kvöld Seldu allt sem þau áttu og sigla um heiminn Fréttatía vikunnar: VÆB, lögreglueftirlit og lúxusþota Kranavatn á þúsund krónur en slapp við mína verstu martröð Fagnarlæti yfirgnæfðu baulið en óvíst hvaðan þau komu Baráttan um jólagestina hafin Sjá meira