Lífið

Aniston álitlegust

Jennifer Aniston. MYND/BANG Showbiz
Jennifer Aniston. MYND/BANG Showbiz

Leikkonan Jennifer Aniston, 41 árs, er álitlegasta einstæða konan í heiminum í dag samkvæmt könnun sem tímaritið Vanity Fair gerði á dögunum.

Í öðru sæti varð leikkonan Halle Berry, sem nýverið skildi við fyrirsætuna Gabriel Aubry.

Þá er fyrrverandi eiginkona Tiger Woods, Elin Nordegren, þriðja álitlegasta kona heims.

Betty White, sem hefur veirð einstæð síðan maðurinn hennar Allen Ludden féll frá árið 1981, er í fjórða sæti á listanum.

Þá fékk Lady Gaga einnig þó nokkuð mörg atkvæði en því er haldið fram að hún ætli að giftast kærastanum Luc Carl í breskum kastala í desember á þessu ári.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.