Sólskinsdrengur í sjötíu borgum í Bandaríkjunum 25. febrúar 2010 06:00 Mögnuð velgengni. Friðrik Þór verður viðstaddur viðhafnarsýningu Sólskinsdrengsins í New York ásamt Kate Winslet. Velgengni Sólskinsdrengsins hefur haft áhrif á áhuga bandarískra dreifingaraðila á Mömmu Gógó. Fréttablaðið/Stefán „Þetta er umfangsmesta frumsýning íslenskrar kvikmyndar í Bandaríkjunum og þótt víðar væri leitað," segir Friðrik Þór Friðriksson, leikstjóri Sólskinsdrengsins, en þessi íslenska heimildarmynd um einhverfa strákinn Kela verður sýnd í sjötíu borgum Bandaríkjanna. Fátítt er að kvikmyndir sem eru utan hins enskumælandi heims séu sýndar í svona mikilli dreifingu. Nærvera Óskarsverðlaunaleikkonunnar Kate Winslet hefur þó eflaust sitt að segja en myndin verið gefið enska heitið A Mother's Courage. Sjónvarpskonan Rosie O'Donnell hefur einnig unnið ötullega að því að kynna myndina í Ameríku en ráðgert er að hún taki þátt í Óskarsverðlaunakapphlaupinu fyrir næsta ár. Að sögn Friðriks verður sérstök viðhafnarsýning í höfuðstöðvum sjónvarpsrisans HBO í New York 22. mars en þangað mæta þau Winslet, O'Donnell og Friðrik Þór. Myndin verður síðan frumsýnd á HBO 2. apríl en áskrifendur sjónvarpsstöðvarinnar eru í kringum 38 milljónir. Þessi velgengni Sólskinsdrengsins hefur smitað út frá sér því önnur mynd Friðriks, Mamma Gógó, hlaut mjög góðar viðtökur á kvikmyndahátíðinni í Berlín og bandarískir dreifingaraðilar sýndu henni sérstaka athygli. Guðrún Edda Þórhannesdóttir, framleiðandi myndarinnar, segir umtalið í kringum Sólskinsdrenginn hafa hjálpað til. „En þeir voru líka mjög hrifnir af myndinni, fannst hún tala til sín og þessi viðbrögð dreifingaraðila sýndu að vörumerkið „Friðrik Þór" lifir enn góðu lífi," segir Guðrún og upplýsir að Mamma Gógó verði frumsýnd í Noregi um mitt þetta ár og síðar meir í Þýskalandi. „Staðan er eiginleg þannig að eftir Berlínarhátíðina getum við hálfpartinn valið úr tilboðum," útskýrir Guðrún sem gerir sér jafnframt vonir um að myndin verði sýnd á Cannes-hátíðinni. Bæði Sólskinsdrengurinn og Mamma Gógó segja með ólíkum hætti frá fólki sem glímir við erfiða sjúkdóma. Keli er einhverfur en Mamma Gógó greinist með Alzheimer-sjúkdóminn. Friðrik segist hafa fengið mikil viðbrögð við báðum þessum myndum. „Þetta eru myndir með tilgang, aðstandendur fólks með Alzheimer-sjúkdómsins hafa hringt í mig og þakkað mér fyrir myndina og svo er gaman að segja frá því að Keli er að blómstra í Austin," segir Friðrik en fjölskylda Kela er búsett þar um þessar mundir þar sem Keli stundar nú nám hjá Somu Mukhopadhyay, sérfræðingi í meðhöndlun einhverfu. „Auðvitað er gaman að gera svona myndir sem öðlast einhvern veginn sjálfstætt líf utan hvíta tjaldsins og hreyfa við fólki," bætir Friðrik við. freyrgigja@frettabladid.is Mest lesið Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Stjörnulífið: Fáklædd í fimbulkulda Lífið „Er eðlilegt að kynlíf taki af mér stjórn og að ég sé upptekinn af kynlífi flesta daga?“ Lífið „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Lífið Gisti þar sem Verdi andaðist fyrir hreina tilviljun Lífið Dagurinn þegar Bessastaðatjörn varð vettvangur harmleiks Lífið Sólarströnd norðurhjarans Lífið Joe Cocker látinn Lífið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Lífið Þakklát fyrir að alast upp með lítið á milli handanna Lífið Fleiri fréttir Þakklát fyrir að alast upp með lítið á milli handanna Stjörnulífið: Fáklædd í fimbulkulda Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum „Er eðlilegt að kynlíf taki af mér stjórn og að ég sé upptekinn af kynlífi flesta daga?“ Gisti þar sem Verdi andaðist fyrir hreina tilviljun Dagurinn þegar Bessastaðatjörn varð vettvangur harmleiks Gæti vaknað einn daginn og ætlað á þing Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Fyrrverandi bassaleikari Scorpions látinn Rifjar upp misgóðar minningar í sölutilkynningunni „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Löggan byrjar á TikTok með því að gasa Egil og Rikka Kvenskælingar svekktir eftir að hafa lent í hakkavél MR tvisvar í röð Heated Rivalry-stjörnur verða á Ólympíuleikunum Fengu gefins sjö nýjar þrautir frá breska þrautahöfundinum Mari og Njörður eiga von á sumarbarni Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Désirée prinsessa látin Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Kynntist manninum á Tinder í Covid Vance á von á barni Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Sjá meira
„Þetta er umfangsmesta frumsýning íslenskrar kvikmyndar í Bandaríkjunum og þótt víðar væri leitað," segir Friðrik Þór Friðriksson, leikstjóri Sólskinsdrengsins, en þessi íslenska heimildarmynd um einhverfa strákinn Kela verður sýnd í sjötíu borgum Bandaríkjanna. Fátítt er að kvikmyndir sem eru utan hins enskumælandi heims séu sýndar í svona mikilli dreifingu. Nærvera Óskarsverðlaunaleikkonunnar Kate Winslet hefur þó eflaust sitt að segja en myndin verið gefið enska heitið A Mother's Courage. Sjónvarpskonan Rosie O'Donnell hefur einnig unnið ötullega að því að kynna myndina í Ameríku en ráðgert er að hún taki þátt í Óskarsverðlaunakapphlaupinu fyrir næsta ár. Að sögn Friðriks verður sérstök viðhafnarsýning í höfuðstöðvum sjónvarpsrisans HBO í New York 22. mars en þangað mæta þau Winslet, O'Donnell og Friðrik Þór. Myndin verður síðan frumsýnd á HBO 2. apríl en áskrifendur sjónvarpsstöðvarinnar eru í kringum 38 milljónir. Þessi velgengni Sólskinsdrengsins hefur smitað út frá sér því önnur mynd Friðriks, Mamma Gógó, hlaut mjög góðar viðtökur á kvikmyndahátíðinni í Berlín og bandarískir dreifingaraðilar sýndu henni sérstaka athygli. Guðrún Edda Þórhannesdóttir, framleiðandi myndarinnar, segir umtalið í kringum Sólskinsdrenginn hafa hjálpað til. „En þeir voru líka mjög hrifnir af myndinni, fannst hún tala til sín og þessi viðbrögð dreifingaraðila sýndu að vörumerkið „Friðrik Þór" lifir enn góðu lífi," segir Guðrún og upplýsir að Mamma Gógó verði frumsýnd í Noregi um mitt þetta ár og síðar meir í Þýskalandi. „Staðan er eiginleg þannig að eftir Berlínarhátíðina getum við hálfpartinn valið úr tilboðum," útskýrir Guðrún sem gerir sér jafnframt vonir um að myndin verði sýnd á Cannes-hátíðinni. Bæði Sólskinsdrengurinn og Mamma Gógó segja með ólíkum hætti frá fólki sem glímir við erfiða sjúkdóma. Keli er einhverfur en Mamma Gógó greinist með Alzheimer-sjúkdóminn. Friðrik segist hafa fengið mikil viðbrögð við báðum þessum myndum. „Þetta eru myndir með tilgang, aðstandendur fólks með Alzheimer-sjúkdómsins hafa hringt í mig og þakkað mér fyrir myndina og svo er gaman að segja frá því að Keli er að blómstra í Austin," segir Friðrik en fjölskylda Kela er búsett þar um þessar mundir þar sem Keli stundar nú nám hjá Somu Mukhopadhyay, sérfræðingi í meðhöndlun einhverfu. „Auðvitað er gaman að gera svona myndir sem öðlast einhvern veginn sjálfstætt líf utan hvíta tjaldsins og hreyfa við fólki," bætir Friðrik við. freyrgigja@frettabladid.is
Mest lesið Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Stjörnulífið: Fáklædd í fimbulkulda Lífið „Er eðlilegt að kynlíf taki af mér stjórn og að ég sé upptekinn af kynlífi flesta daga?“ Lífið „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Lífið Gisti þar sem Verdi andaðist fyrir hreina tilviljun Lífið Dagurinn þegar Bessastaðatjörn varð vettvangur harmleiks Lífið Sólarströnd norðurhjarans Lífið Joe Cocker látinn Lífið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Lífið Þakklát fyrir að alast upp með lítið á milli handanna Lífið Fleiri fréttir Þakklát fyrir að alast upp með lítið á milli handanna Stjörnulífið: Fáklædd í fimbulkulda Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum „Er eðlilegt að kynlíf taki af mér stjórn og að ég sé upptekinn af kynlífi flesta daga?“ Gisti þar sem Verdi andaðist fyrir hreina tilviljun Dagurinn þegar Bessastaðatjörn varð vettvangur harmleiks Gæti vaknað einn daginn og ætlað á þing Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Fyrrverandi bassaleikari Scorpions látinn Rifjar upp misgóðar minningar í sölutilkynningunni „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Löggan byrjar á TikTok með því að gasa Egil og Rikka Kvenskælingar svekktir eftir að hafa lent í hakkavél MR tvisvar í röð Heated Rivalry-stjörnur verða á Ólympíuleikunum Fengu gefins sjö nýjar þrautir frá breska þrautahöfundinum Mari og Njörður eiga von á sumarbarni Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Désirée prinsessa látin Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Kynntist manninum á Tinder í Covid Vance á von á barni Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Sjá meira