Lífið

Blaðrar blindfull í síma - myndir

Jessica Biel. MYNDIR/Cover Media
Jessica Biel. MYNDIR/Cover Media

Leikkonan Jessica Biel, 28 ára, sem skoða má í meðfylgjandi myndasafni, viðurkennir að hún hringir í hvert einasta skipti sem hún fær sér í glas í vini sína og ef þeir svara ekki skilur hún eftir skilaboð á símsvaranum þeirra.

Jessica, sem heldur því fram að hún fái sér örsjaldan í glas, segist hringja í vini sína í misgóðu ásigkomulagi sökum drykkju. Hún verður aldrei reið eða bitur en hún fær yfir sig gríðarlega þörf fyrir að tala um persónuleg mál þegar hún finnur á sér.

„Ég er hrifin af víni en drekk örsjaldan en þegar ég geri það er ég meira og minna í símanum sem er mjög skrýtin hegðun af minni hálfu og daginn eftir veit ég yfirlett ekki í hverja ég hringdi í eða hvað ég talaði um," sagði hún í viðtali við Stylist tímaritið.

Stjörnumerki, spjall og spár á Lífinu á Facebook.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.