Dræmar undirtektir 16. febrúar 2010 06:00 Mynd/Anton Brink „Ég held að það sé óhætt að segja að þeir hoppuðu ekki hæð sína í loft upp af hrifningu," segir Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra um viðbrögð Breta og Hollendinga við hugmyndum Íslendinga um nýja lausn Icesave-málsins. Samninganefndir ríkjanna hittust í Lundúnum í gær. Íslenska nefndin kynnti hugmyndir að nýrri nálgun eða lausn og var, að sögn Steingríms, farið rækilega í gegnum málið. Spurðu viðsemjendurnir margra spurninga. Að fundinum loknum ræddi Steingrímur í gegnum síma við íslensku samninganefndina, ásamt utanríkisráðherra og formönnum Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins. Steingrímur gat í gærkvöldi ekki sagt til um hvort fundað yrði á ný í dag en kvaðst vona að svo yrði. „Ég vona að það séu einhverjir möguleikar á að þróa málið áfram," sagði hann en annar símafundur var áætlaður síðar í gærkvöld. Meta átti stöðuna í framhaldi hans. Fram hefur komið, meðal annars í Fréttablaðinu, að tillögur Íslands að lausn málsins hafi verið kynntar Bretum og Hollendingum í síðustu viku. Steingrímur segir það ekki allskostar rétt; reynt hafi verið að halda íslensku samningsmarkmiðunum leyndum. Samræður íslenskra ráðamanna við breska og hollenska hafi fyrst og fremst snúist um að fá fund til að kynna tillögurnar. „Það var ekki búið að fara yfir hugmyndirnar í neinum efnisatriðum að heitið getur en við fullvissuðum þá um að við vissum hver væru lágmarksskilyrðin af þeirra hálfu til þess að hægt væri að tala saman og að þau væru uppfyllt af okkur." Steingrímur vill hvorki upplýsa um þau lágmarksskilyrði né hugmyndir Íslands. „Þetta er allt mjög viðkvæmt og þjónar ekki tilgangi að fara út það efnislega." Engu breyti þó Bretar og Hollendingar viti nú í hverju íslensku tillögurnar felast. „Það fer allt fram í trúnaði. Við ætlum ekki að semja í gegnum fjölmiðla," segir Steingrímur. Íslensk stjórnvöld staðfestu fyrst síðdegis í gær hverjir sitja í íslensku viðræðunefndinni. Meðal nefndarmanna er Lárus Blöndal lögmaður sem er þeirrar skoðunar að Íslendingum beri ekki skylda til að ábyrgjast lágmarkstryggingu EES-samningsins. Steingrímur segir stjórnarandstöðuna hafa valið Lárus sem sinn fulltrúa í nefndina. Bandaríkjamaðurinn Lee C. Buchheit fer fyrir nefndinni. Steingrímur sagði að miðað við aðstæður hafi verið góður kostur að fá utanaðkomandi aðila að verkinu. Um sé að ræða þaulreyndan og harðskeyttan samningamann. „Á hann reynir nú og hann sýnir vonandi hvað í honum býr." segir Steingrímur. „Buchheit flytji þó ekki fjöll." bjorn@frettabladid.is Mest lesið Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Innlent „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent Fleiri fréttir Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Sjá meira
„Ég held að það sé óhætt að segja að þeir hoppuðu ekki hæð sína í loft upp af hrifningu," segir Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra um viðbrögð Breta og Hollendinga við hugmyndum Íslendinga um nýja lausn Icesave-málsins. Samninganefndir ríkjanna hittust í Lundúnum í gær. Íslenska nefndin kynnti hugmyndir að nýrri nálgun eða lausn og var, að sögn Steingríms, farið rækilega í gegnum málið. Spurðu viðsemjendurnir margra spurninga. Að fundinum loknum ræddi Steingrímur í gegnum síma við íslensku samninganefndina, ásamt utanríkisráðherra og formönnum Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins. Steingrímur gat í gærkvöldi ekki sagt til um hvort fundað yrði á ný í dag en kvaðst vona að svo yrði. „Ég vona að það séu einhverjir möguleikar á að þróa málið áfram," sagði hann en annar símafundur var áætlaður síðar í gærkvöld. Meta átti stöðuna í framhaldi hans. Fram hefur komið, meðal annars í Fréttablaðinu, að tillögur Íslands að lausn málsins hafi verið kynntar Bretum og Hollendingum í síðustu viku. Steingrímur segir það ekki allskostar rétt; reynt hafi verið að halda íslensku samningsmarkmiðunum leyndum. Samræður íslenskra ráðamanna við breska og hollenska hafi fyrst og fremst snúist um að fá fund til að kynna tillögurnar. „Það var ekki búið að fara yfir hugmyndirnar í neinum efnisatriðum að heitið getur en við fullvissuðum þá um að við vissum hver væru lágmarksskilyrðin af þeirra hálfu til þess að hægt væri að tala saman og að þau væru uppfyllt af okkur." Steingrímur vill hvorki upplýsa um þau lágmarksskilyrði né hugmyndir Íslands. „Þetta er allt mjög viðkvæmt og þjónar ekki tilgangi að fara út það efnislega." Engu breyti þó Bretar og Hollendingar viti nú í hverju íslensku tillögurnar felast. „Það fer allt fram í trúnaði. Við ætlum ekki að semja í gegnum fjölmiðla," segir Steingrímur. Íslensk stjórnvöld staðfestu fyrst síðdegis í gær hverjir sitja í íslensku viðræðunefndinni. Meðal nefndarmanna er Lárus Blöndal lögmaður sem er þeirrar skoðunar að Íslendingum beri ekki skylda til að ábyrgjast lágmarkstryggingu EES-samningsins. Steingrímur segir stjórnarandstöðuna hafa valið Lárus sem sinn fulltrúa í nefndina. Bandaríkjamaðurinn Lee C. Buchheit fer fyrir nefndinni. Steingrímur sagði að miðað við aðstæður hafi verið góður kostur að fá utanaðkomandi aðila að verkinu. Um sé að ræða þaulreyndan og harðskeyttan samningamann. „Á hann reynir nú og hann sýnir vonandi hvað í honum býr." segir Steingrímur. „Buchheit flytji þó ekki fjöll." bjorn@frettabladid.is
Mest lesið Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Innlent „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent Fleiri fréttir Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Sjá meira