Sakaður um að éta mat og drekka áfengi - ekki fjárdrátt 30. október 2010 14:25 Höfuðborg Svíþjóðar, Stokkhólmur „Þetta er frétt sem byggir á rangfærslu frá upphafi," segir Jakob S. Jónsson sem í dag var fjallað um í Fréttablaðinu. Í frétt blaðsins segir að hann hafi verið sakaður um fjárdrátt og byggir blaðið fréttina á fréttaskýringaþættinum Uppdrag og gransking sem sýndur var í sænska ríkissjónvarpinu á fimmtudag. Í þættinum er fullyrt að Jakob hafi misnotað aðstöðu sína er hann starfaði fyrir samtökin Heimili og skóla í Svíþjóð og greitt fyrir ýmsa einkaneyslu með greiðslukorti samtakanna.Sakaður um að éta mat og drekka áfengi Í samtali við Vísi segir Jakob að ekki sé rétt farið með staðreyndir. „Í fyrsta lagi var ég aldrei formaður samtakanna. Ég var framkvæmdastjóri hlutafélags í eigu heimilis og skóla." Hann segir að frétt Fréttablaðsins sé byggð á þýðingarvillum. „Ég var ekki sakaður um fjárdrátt, það er alrangt. Það sem ég er sakaður um er að hafa étið mat og drukkið áfengi fyrir 40 þúsund sænskar krónur og það hef ég heldur ekki gert á kostnað samtakanna. Ekki samkvæmt þeirri lýsingu."Ekki einn með kreditkort að flækjast Hann segir að þátturinn hafi komist í bókhald samtakanna og fundið þar tvær til þrjár kvittanir fyrir áfengi. „Það er regla hjá samtökunum að þegar menn koma saman á fundum og til vinnu þá hafa samtökin borgað mat og þann drykk sem ekki hefur að geyma áfengi. Það hefur verið regla hjá samtökunum, þau hafa alltaf kostað ferðir og húsnæði fyrir þá sem eru að vinna fyrir samtökin. Það er ekki eins og ég einn hafi haft eitthvað kreditkort að flækjast," segir Jakob og segist í raun aldrei hafa haft kreditkort fyrir fyrirtækið.Leggur æru sína að veði „Hér hefur alltaf verið um að ræða hópa sem hafa verið úti og fengið sér að borða saman. Það hefur aldrei verið venjan að borða dýran mat, þarna fundu þeir nokkrar kvittanir sem komu til þegar að veitingastaðir voru lokaðir eða við vorum að bjóða sérstöku fólki út að borða í sambandi við að við vorum að reyna fá það til vinnu. Þessar kvittanir eru algjörar undantekningar kvittanir, ég get lagt æru mína að veði, þeir fóru í saumanna á tveggja ára bókhaldi og þetta var nákvæmlega það sem þeir fundu," segir hann.Ætlar að fá fréttina leiðrétta í Svíþjóð „Það kemur stundum fyrir að áfengi lendi á þessum nótum og þá er það bara leiðrétt, en ekki hlaupið með það í blöðin. Við erum að tala um áfengi að upphæð sirka þúsund krónum sænskar. Það sér hver heilvita maður að þetta er ekki þess eðlis að maður fari að æsa sig í sjónvarpsfréttum út af því. Þar ofan á bættust nokkrar veitingahúsanótur. Þessar nótur ná ekki 40 þúsund krónum sænskum," segir Jakob sem segist vinna nú að því að fá fréttina leiðrétta í Svíþjóð. Jakob hætti í vor að vinna fyrir samtökin en hann hefur búið í Svíþjóð í tæp þrjátíu ár. Tengdar fréttir Ber af sér sakir um fjárdrátt Fyrrverandi formaður samtakanna Heimilis og skóla í Svíþjóð, Jakob S. Jónsson, hefur verið sakaður um fjárdrátt. Greint var frá málinu í fréttaskýringaþættinum Uppdrag og gransking í sænska ríkissjónvarpinu á fimmtudagskvöld. Í þættinum var fullyrt að Jakob hefði misnotað aðstöðu sína og greitt fyrir ýmsa einkaneyslu með greiðslukorti samtakanna á þeim tíma sem hann gegndi við formennsku í félaginu árið 2007. 30. október 2010 07:30 Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Erlent Fleiri fréttir Fékk milljón vegna afmæli kattarnis Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Sjá meira
„Þetta er frétt sem byggir á rangfærslu frá upphafi," segir Jakob S. Jónsson sem í dag var fjallað um í Fréttablaðinu. Í frétt blaðsins segir að hann hafi verið sakaður um fjárdrátt og byggir blaðið fréttina á fréttaskýringaþættinum Uppdrag og gransking sem sýndur var í sænska ríkissjónvarpinu á fimmtudag. Í þættinum er fullyrt að Jakob hafi misnotað aðstöðu sína er hann starfaði fyrir samtökin Heimili og skóla í Svíþjóð og greitt fyrir ýmsa einkaneyslu með greiðslukorti samtakanna.Sakaður um að éta mat og drekka áfengi Í samtali við Vísi segir Jakob að ekki sé rétt farið með staðreyndir. „Í fyrsta lagi var ég aldrei formaður samtakanna. Ég var framkvæmdastjóri hlutafélags í eigu heimilis og skóla." Hann segir að frétt Fréttablaðsins sé byggð á þýðingarvillum. „Ég var ekki sakaður um fjárdrátt, það er alrangt. Það sem ég er sakaður um er að hafa étið mat og drukkið áfengi fyrir 40 þúsund sænskar krónur og það hef ég heldur ekki gert á kostnað samtakanna. Ekki samkvæmt þeirri lýsingu."Ekki einn með kreditkort að flækjast Hann segir að þátturinn hafi komist í bókhald samtakanna og fundið þar tvær til þrjár kvittanir fyrir áfengi. „Það er regla hjá samtökunum að þegar menn koma saman á fundum og til vinnu þá hafa samtökin borgað mat og þann drykk sem ekki hefur að geyma áfengi. Það hefur verið regla hjá samtökunum, þau hafa alltaf kostað ferðir og húsnæði fyrir þá sem eru að vinna fyrir samtökin. Það er ekki eins og ég einn hafi haft eitthvað kreditkort að flækjast," segir Jakob og segist í raun aldrei hafa haft kreditkort fyrir fyrirtækið.Leggur æru sína að veði „Hér hefur alltaf verið um að ræða hópa sem hafa verið úti og fengið sér að borða saman. Það hefur aldrei verið venjan að borða dýran mat, þarna fundu þeir nokkrar kvittanir sem komu til þegar að veitingastaðir voru lokaðir eða við vorum að bjóða sérstöku fólki út að borða í sambandi við að við vorum að reyna fá það til vinnu. Þessar kvittanir eru algjörar undantekningar kvittanir, ég get lagt æru mína að veði, þeir fóru í saumanna á tveggja ára bókhaldi og þetta var nákvæmlega það sem þeir fundu," segir hann.Ætlar að fá fréttina leiðrétta í Svíþjóð „Það kemur stundum fyrir að áfengi lendi á þessum nótum og þá er það bara leiðrétt, en ekki hlaupið með það í blöðin. Við erum að tala um áfengi að upphæð sirka þúsund krónum sænskar. Það sér hver heilvita maður að þetta er ekki þess eðlis að maður fari að æsa sig í sjónvarpsfréttum út af því. Þar ofan á bættust nokkrar veitingahúsanótur. Þessar nótur ná ekki 40 þúsund krónum sænskum," segir Jakob sem segist vinna nú að því að fá fréttina leiðrétta í Svíþjóð. Jakob hætti í vor að vinna fyrir samtökin en hann hefur búið í Svíþjóð í tæp þrjátíu ár.
Tengdar fréttir Ber af sér sakir um fjárdrátt Fyrrverandi formaður samtakanna Heimilis og skóla í Svíþjóð, Jakob S. Jónsson, hefur verið sakaður um fjárdrátt. Greint var frá málinu í fréttaskýringaþættinum Uppdrag og gransking í sænska ríkissjónvarpinu á fimmtudagskvöld. Í þættinum var fullyrt að Jakob hefði misnotað aðstöðu sína og greitt fyrir ýmsa einkaneyslu með greiðslukorti samtakanna á þeim tíma sem hann gegndi við formennsku í félaginu árið 2007. 30. október 2010 07:30 Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Erlent Fleiri fréttir Fékk milljón vegna afmæli kattarnis Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Sjá meira
Ber af sér sakir um fjárdrátt Fyrrverandi formaður samtakanna Heimilis og skóla í Svíþjóð, Jakob S. Jónsson, hefur verið sakaður um fjárdrátt. Greint var frá málinu í fréttaskýringaþættinum Uppdrag og gransking í sænska ríkissjónvarpinu á fimmtudagskvöld. Í þættinum var fullyrt að Jakob hefði misnotað aðstöðu sína og greitt fyrir ýmsa einkaneyslu með greiðslukorti samtakanna á þeim tíma sem hann gegndi við formennsku í félaginu árið 2007. 30. október 2010 07:30