Dómur setur aukinn þrýsting á stjórnvöld Sigríður Mogensen skrifar 30. október 2010 18:28 Talið er að bankarnir muni nota dóm Héraðsdóms Suðurlands frá því í gær um gengislán sér til framdráttar. Þar er lántakendum gert að greiða að fullu erlent lán. Talsmaður neytenda segir dóminn setja aukinn þrýsting á stjórnvöld að leysa skuldavanda heimilanna. Sambýlisfólki á Selfossi hefur verið gert að greiða að fullu erlent lán. Sigurður Gíslason, dómari, telur óumdeilt að lánið hafi verið í erlendri mynt og féllst ekki á lagarök stefndu um að lánið sé gengistryggt í íslenskum krónum og þar með ólögmætt. Fólkið fékk andvirði 20 milljóna króna í japönskum jenum og svissneskum frönkum að láni hjá Glitni árið 2007, en það var greitt inn út í íslenskum krónum. Lánið var gjaldfellt í desember 2008 vegna vanskila, en þá stóð höfuðstólinn í tæpum 40 milljónum króna og afborganir höfðu tvöfaldast. Fólkið var dæmt til að greiða Íslandsbanka þessa upphæð, ásamt dráttarvöxtum og málskostnaði. Í samtali við fréttastofu í dag sagði Ólafur Björnsson, sem tapaði málinu í gær að hann myndi ákveða það í samráði við lögmann sinn í næstu viku hvort dómnum verði áfrýjað. Ólafur sagðist túlka niðurstöðuna sem útlegðardóm yfir sér og fjölskyldu sinni. Hann stefni í gjaldþrot og flytji líklega með fjölskyldu sína af landi brott. Gísli Tryggvason, lögmaður og talsmaður neytenda, segir um að ræða fyrsta dóminn af þessu tagi þar sem afstaða er tekin til forsendubrests: „og hafnar því sjónarmiði, sem er soldið sérstakt að mínu mati því þetta er rótgróið lagasjónarmið og ef forsendubrestur á ekki við þegar kerfið hrynur og skuldir tvöfaldast eða u.þ.b. þá veit ég ekki hvenær það á við," segir Gísli og segir að skuldarar geti litið á dóminn jákvæðum augum. „og segja að úr því að dómstólar reynast ekki sú bolvörn sem menn vonuðust eftir sé enn meiri þrýstingur á löggjafann og stjórnvöld að leysa málið." Ljóst er að dómurinn fellur á viðkvæmum tímapunkti, en unnið er hörðum höndum við að finna lausnir á skuldamálunum að undanförnu. Í stjórnkerfinu búa menn undir það að bankarnir grípi til vopna í ljósi þessarar óvæntu niðurstöðu og muni reyna að nýta sér dóminn sér til hagsbóta. Mest lesið Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Ákæru fyrir manndráp vísað frá Erlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Innlent Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Innlent Fleiri fréttir Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Sjá meira
Talið er að bankarnir muni nota dóm Héraðsdóms Suðurlands frá því í gær um gengislán sér til framdráttar. Þar er lántakendum gert að greiða að fullu erlent lán. Talsmaður neytenda segir dóminn setja aukinn þrýsting á stjórnvöld að leysa skuldavanda heimilanna. Sambýlisfólki á Selfossi hefur verið gert að greiða að fullu erlent lán. Sigurður Gíslason, dómari, telur óumdeilt að lánið hafi verið í erlendri mynt og féllst ekki á lagarök stefndu um að lánið sé gengistryggt í íslenskum krónum og þar með ólögmætt. Fólkið fékk andvirði 20 milljóna króna í japönskum jenum og svissneskum frönkum að láni hjá Glitni árið 2007, en það var greitt inn út í íslenskum krónum. Lánið var gjaldfellt í desember 2008 vegna vanskila, en þá stóð höfuðstólinn í tæpum 40 milljónum króna og afborganir höfðu tvöfaldast. Fólkið var dæmt til að greiða Íslandsbanka þessa upphæð, ásamt dráttarvöxtum og málskostnaði. Í samtali við fréttastofu í dag sagði Ólafur Björnsson, sem tapaði málinu í gær að hann myndi ákveða það í samráði við lögmann sinn í næstu viku hvort dómnum verði áfrýjað. Ólafur sagðist túlka niðurstöðuna sem útlegðardóm yfir sér og fjölskyldu sinni. Hann stefni í gjaldþrot og flytji líklega með fjölskyldu sína af landi brott. Gísli Tryggvason, lögmaður og talsmaður neytenda, segir um að ræða fyrsta dóminn af þessu tagi þar sem afstaða er tekin til forsendubrests: „og hafnar því sjónarmiði, sem er soldið sérstakt að mínu mati því þetta er rótgróið lagasjónarmið og ef forsendubrestur á ekki við þegar kerfið hrynur og skuldir tvöfaldast eða u.þ.b. þá veit ég ekki hvenær það á við," segir Gísli og segir að skuldarar geti litið á dóminn jákvæðum augum. „og segja að úr því að dómstólar reynast ekki sú bolvörn sem menn vonuðust eftir sé enn meiri þrýstingur á löggjafann og stjórnvöld að leysa málið." Ljóst er að dómurinn fellur á viðkvæmum tímapunkti, en unnið er hörðum höndum við að finna lausnir á skuldamálunum að undanförnu. Í stjórnkerfinu búa menn undir það að bankarnir grípi til vopna í ljósi þessarar óvæntu niðurstöðu og muni reyna að nýta sér dóminn sér til hagsbóta.
Mest lesið Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Ákæru fyrir manndráp vísað frá Erlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Innlent Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Innlent Fleiri fréttir Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Sjá meira