Lithái grunaður um smygl sendur til Færeyja í skýrslutöku 19. maí 2010 12:13 Hæstiréttur staðfesti í dag úrskurð héraðsdóms þess efnis að senda eigi Litháískan karlmann sem er í gæsluvarðhaldi hér á landi til Færeyja til þess að bera vitni í smyglmáli. Einn dómari Hæstaréttar skilaði sératkvæði og vildi fella úrskurðinn úr gildi. Maðurinn verður líklega sendur til Færeyja með Norrænu í kvöld í ljósi ótryggra flugsamgangna við Færeyjar sökum eldgoss í Eyjafjallajökli. Norræna kemur raunar meira við sögu í málinu því maðurinn er í haldi hér á landi ásamt tveimur löndum sínum eftir að þrjú kíló af metamfetamíni og 4.200 e-töflur fundust í bíl sem var á leiðinni til landsins með Norrænu. Tveir Litháar til viðbótar er í haldi í Færeyjum og vilja Færeyingar fá Litháann til landsins til þess að gefa skýrslu í málinu. Heimildir fréttastofu herma að hann óttist mjög að verða ákærður í Færeyjum vegna málsins og átt á hættu að fá mun þyngri dóm en þann sem vofir yfir honum hér á landi. Sératkvæði Jóns Steinars Að mati meirihluta Hæstaréttar eru lagaskilyrði uppfyllt í málinu en Jón Steinar Gunnlaugsson var ósammála því og skilaði því sératkvæði. Hann bendir á að dómur hafi ekki verið kveðinn upp yfir manninum hér á landi en hann bíður nú dóms. Jón Steinar bendir á að samkvæmt lögum sé það skilyrði fyrir því að verða megi við beiðni annars ríkis um að maður verði sendur þangað til yfirheyrslu sem vitni, að hann sé „fangelsaður eða sviptur frelsi samkvæmt dómi vegna refsiverðs verknaðar". Jón segir þessu skilyrði ekki fullnægt í máli varnaraðila og því hefði átt að fella hinn kærða úrskurð úr gildi. Mest lesið Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Innlent Þingflokksformenn semja inn í nóttina Innlent Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Innlent Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí Innlent Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Innlent Fleiri fréttir Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Stór lögregluaðgerð í Laugardal Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Sjá meira
Hæstiréttur staðfesti í dag úrskurð héraðsdóms þess efnis að senda eigi Litháískan karlmann sem er í gæsluvarðhaldi hér á landi til Færeyja til þess að bera vitni í smyglmáli. Einn dómari Hæstaréttar skilaði sératkvæði og vildi fella úrskurðinn úr gildi. Maðurinn verður líklega sendur til Færeyja með Norrænu í kvöld í ljósi ótryggra flugsamgangna við Færeyjar sökum eldgoss í Eyjafjallajökli. Norræna kemur raunar meira við sögu í málinu því maðurinn er í haldi hér á landi ásamt tveimur löndum sínum eftir að þrjú kíló af metamfetamíni og 4.200 e-töflur fundust í bíl sem var á leiðinni til landsins með Norrænu. Tveir Litháar til viðbótar er í haldi í Færeyjum og vilja Færeyingar fá Litháann til landsins til þess að gefa skýrslu í málinu. Heimildir fréttastofu herma að hann óttist mjög að verða ákærður í Færeyjum vegna málsins og átt á hættu að fá mun þyngri dóm en þann sem vofir yfir honum hér á landi. Sératkvæði Jóns Steinars Að mati meirihluta Hæstaréttar eru lagaskilyrði uppfyllt í málinu en Jón Steinar Gunnlaugsson var ósammála því og skilaði því sératkvæði. Hann bendir á að dómur hafi ekki verið kveðinn upp yfir manninum hér á landi en hann bíður nú dóms. Jón Steinar bendir á að samkvæmt lögum sé það skilyrði fyrir því að verða megi við beiðni annars ríkis um að maður verði sendur þangað til yfirheyrslu sem vitni, að hann sé „fangelsaður eða sviptur frelsi samkvæmt dómi vegna refsiverðs verknaðar". Jón segir þessu skilyrði ekki fullnægt í máli varnaraðila og því hefði átt að fella hinn kærða úrskurð úr gildi.
Mest lesið Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Innlent Þingflokksformenn semja inn í nóttina Innlent Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Innlent Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí Innlent Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Innlent Fleiri fréttir Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Stór lögregluaðgerð í Laugardal Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Sjá meira