Lífið

Dr. Love: Ég hef alltaf verið býsna áberandi - myndir/myndband

Í meðfylgjandi myndasafni má sjá prómómyndir af Daníel Óliver í áhugaverðum stellingum.
Í meðfylgjandi myndasafni má sjá prómómyndir af Daníel Óliver í áhugaverðum stellingum.

„Mér gengur vel að koma mér áfram þessa dagana en ég myndi ekki segja að ég væri búinn að „meika það"," svarar Daníel Óliver Sveinsson spurður út í vinsældir myndbandsins við lag hans Dr. Love á Youtube.

„Ég er ennþá með vinnuna mína þar sem popparahlutverkið er aukavinna eins og er. Ég vinn í almannatengslum hjá Kynnisferðum og líkar mjög vel þar," segir hann.

„Ég hef nóg að gefa."

Hvernig fílar þú frægðina? „Ég get ekki sagt að ég sé orðinn frægur en athyglin hefur vissulega farið vaxandi en ég hef alltaf verið býsna áberandi karakter svo það er ekkert nýtt fyrir mér að fólk fylgist með mér og hafi skoðanir á mér en mér finnst það bara frábært og skemmtilegt. Ég hef nóg að gefa."

„Ég ætla mér alla leið hérna heima á Íslandi," segir Daníel Óliver umbúðalaust spurður hvert hann ætlar sér í framtíðinni.

„Og ég gefst ekki upp fyrr en ég er búinn að víkka sjóndeildarhring okkar Íslendinga varðandi popptónlist. Það er svo miklu miklu meira í boði og margar stefnur til, aðrar en bara sveitaballapopp."-elly@365.is

Sjá og heyra Dr. Love á Youtube






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.