Lífið

Sigmar til Eurovision-lands á morgun

Sigmar hefur lýst Eurovision með miklum glæsibrag síðustu ár.
Sigmar hefur lýst Eurovision með miklum glæsibrag síðustu ár. Mynd/Heiða Helgadóttir

Sigmar Guðmundsson verður kynnir Ríkissjónvarpsins þegar flautað verður til leiks í Eurovision í næstu viku. Sigmar heldur af landi brott á morgun og verður að treysta á hagstæða veðurspá svo hann komist í tæka tíð til Noregs. Lítið má útaf bregða enda þykir það nauðsynlegur upplýsingabrunnur fyrir þuli Eurovision að horfa á sem flestar æfingar keppenda. Sem fara einmitt fram á þeim tíma.

Og meira frá Ósló. Því eins og venjan er býður sendiherrann í Eurovisionlandi yfirleitt til veislu svo að keppendur geti kynnt sig og þjóð sína almennilega.

Sendiherra Íslands í Noregi er Sigríður Dúna Kristmundsdóttir og hún mun að sjálfsögðu opna sendiherrabústaðinn. Eftir því sem Fréttablaðið kemst næst verður sendiherraveislan þó í minna lagi og hafa fulltrúar Íslands tekið þá ákvörðun að í stað þess að bjóða öllum þá verði fáum en útvöldum leyft að koma. -fgg






Tengdar fréttir

Fyrsta æfing Heru í Osló | Myndband

Hera Björk er komin í nýjan rauðan kjól og lýsir atriðinu með orðunum less is more. Hún steig á sviðið í Osló í fyrsta skipti rétt í þessu.

Rekur Eurovision-útvarpsstöð á Netinu

Gunnar Ásgeirsson, 23 ára sýningarstjóri í Smárabíói, er útvarpstjóri í hjáverkum. Hann hefur komið sér upp litlu hljóðveri heima hjá sér í Garðabænum þar sem hann sendir út gömul og ný Eurovision-lög á Netinu. Gunnar hefur fengið Írisi Hólm í lið með sér en hún er með kvöldþátt netstöðvarinnar. Þau hafa hins vegar aldrei hist.

Hera Björk baðst afsökunar á öskunni

Fyrsta æfing íslenska Eurovision-hópsins fór fram í Telenor-höllinni í Osló í gær. Hera klæddist Eurovision-kjólnum sem er rauður að lit og góður rómur var gerður að flutningi hópsins. Hera var sjálf ákaflega ánægð með flutninginn þegar Fréttablaðið náði tali af henni skömmu eftir að hún var laus úr klóm eldheitra Eurovision-blaðamanna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.