Lífið

Ekki hættur að drekka

Gítarleikari Rolling Stones er ekki hættur að drekka áfengi.
Gítarleikari Rolling Stones er ekki hættur að drekka áfengi.
Keith Richards, gítarleikari Rolling Stones, hefur vísað á bug fregnum um að hann sé hættur að drekka áfengi. „Orðrómurinn um að ég sé orðinn allsgáður er stórlega ýktur. Við skulum bara láta þar við sitja,“ sagði Richards í viðtali við tímaritið Rolling Stone. Hann bætir við að ný plata frá Stones sé hugsanlega á leiðinni. „Það kæmi mér ekki á óvart ef við tækjum eitthvað upp seinna á árinu.“ Stór tónleikaferð um heiminn virðist þó ekki vera í undirbúningi. „Það er ekkert víst að við spilum aftur á fótboltaleikvöngum. Kannski prófum við eitthvað nýtt,“ sagði hann.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.