Innlent

Þing kemur saman í hádeginu

Mynd/GVA
Þingfundur hefst klukkan 12 í dag og er enn stefnt að því að ljúka þinghaldi á morgun. Fjölmörg mál bíða afgreiðslu og hefur Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir, forseti Alþingis, sagt að þingflokkarnir þurfi að koma sér saman um þau mál sem eigi að ljúka núna og hvaða mál geti beðið til haustsins. Að hennar mati er brýnast fyrir þinglok að ljúka lagasetningu um skuldavanda heimilanna og afgreiða frumvarp sem felur í sér afnám vatnalaganna frá árinu 2006.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×