Innlent

Harður árekstur á Miklubraut

MYND/ANTON
Harður árekstur varð á gatnamótum Miklubrautar og Grensásvegar rétt eftir klukkan tvö í dag. Að sögn lögreglu virðist sem einum bíl hafi verið ekið gegn rauðu ljósi með þeim afleiðingum að hann skall á öðrum. Loka þurfti gatnamótunum um tíma en að sögn lögreglu var búist við að þau opnuðu að nýju núna um klukkan þrjú. Að sögn slökkviliðs var einn fluttur á slysadeild en meiðsli hans virtust ekki alvarleg við fyrstu sýn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×