Innlent

Nauðsynlegt að afnema verðtryggingu

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Margrét Tryggvadóttir vill afnema verðtryggingu.
Margrét Tryggvadóttir vill afnema verðtryggingu.
Margrét Tryggvadóttir, þingmaður Hreyfingarinnar, gagnrýndi aðgerðarleysi stjórnvalda við eldhúsdagsumræður á Alþingi í kvöld. Hún benti á að á næstu dögum hyggðist Alþingi taka sér hlé frá störfum þangað til í haust. Þrátt fyrir það væri staða heimilanna enn í uppnámi þótt eitt og hálft ár væri liðið frá hruni. Hún sagði að vinnubrögð minntu um margt á þau vinnubrögð sem hefðu verið viðhöfð fyrir hrun - af aðgerðarleysi.

Margrét benti á að enn byggju Íslendingar við verðtryggingu þótt fjármálaráðherra hefði lofað að hún yrði afnumin þegar að verðbólgan hjaðnaði. Hana þyrfti að afnema, þótt sjálfsagt væri að gera það í þrepum.

Þá sagði Margrét að almenningur hlyti að krefjast leiðréttinga á skuldum heimilanna - forsendubrestur hafi orðið við hrunið. Margrét benti á að fólk vildi fá að greiða eftir þeim áætlunum sem fagfólk í fjármálastofnunum hafi útbúið þegar að lánin voru tekin.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×