Innlent

Birkir kallar eftir stýrivaxtalækkun

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Birkir Jón Jónsson vill stýrivaxtalækkun. Mynd/ GVA.
Birkir Jón Jónsson vill stýrivaxtalækkun. Mynd/ GVA.
Birkir J. Jónsson, þingmaður Framsóknarflokksins, kallaði eftir stýrivaxtalækkun á Alþingi í dag. Birkir var málshefjandi í umræðum um peningastefnu Seðlabanka Íslands.

Birkir benti á að stýrivextir hefðu verið lækkaðir við síðustu ákvörðun peningamálstefnunefndar. Samkvæmt rökum þeirra sem teldu strangt peningalegt aðhald mikilvægt hefði gengið átt að veikjast. Raunin hafi hins vegar orðið sú að gengið styrktist. Birkir sagði að það væri ákaflega mikilvægt fyrir skuldsettan ríkissjóð og fyrir heimilin í landinu að vextir lækkuðu.

Birkir benti á Samtök atvinnulífsins hafi fært rök fyrir því að háir stýrivextir hömluðu gegn fjárfestingu í íslensku atvinnulífi. „Þess vegna fjölgar störfum ekki eins mikið í samfélaginu og þess vegna er verðmætasköpun í samfélaginu ekki nógu mikil," sagði Birkir. Birkir sagði að það ástand sem blasir við í dag sé óviðunandi. Menn þyrftu að setjast niður saman þvert á flokka og fara yfir leiðir til úrbóta. „Íslensk þjóð er búin að fá leið á þeim skotgrafarhernaði sem hefur einkennt störf Alþingis á síðastliðnum mánuðum," sagði Birkir. Hann vildi því stofna þverpólitíska nefnd til að fara yfir peningastefnuna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×