Lífið

Aftur brotist inn hjá Hilton-erfingjanum

Paris Hilton fær ekki að vera í friði.
Paris Hilton fær ekki að vera í friði.
Lögreglan í Los Angeles handtók í gær hjólreiðagarpinn James Rainford eftir að hann fór í leyfisleysi inn á lóð Parisar Hilton.

Rainford læddist fram hjá öryggisvörðum, braut sér leið í gegnum rammgerð öryggishlið og bankaði upp á hjá erfingjanum. Hann hitti hana þó ekki þar sem hann var varla búinn að banka þegar öryggisverðir Hilton tóku eftir honum og upphófst þá eltingaleikur sem endaði ekki fyrr en lögreglan mætti á svæðið. Rainford var á reiðhjóli og því reyndist erfitt að ná í hann.

Rainford var færður á lögreglustöð í yfirheyslu, en ekki er vitað hvað vakti fyrir honum eða hvort atvikið tengist hnífamanninum sem braust inn til Parisar fyrir skömmu. Rainford hefur verið ákærður og er enn í haldi lögreglu.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.