José González: Íslendingar uppteknir af tónlist, drykkju og partíum 5. október 2010 19:00 José González treður upp með hljómsveit sinni Junip í Iðnó föstudagskvöldið 15. október á Airwaves-hátíðinni. Sænska hljómsveitin Junip með tónlistarmanninn José González í fararbroddi spilar í Iðnó föstudagskvöldið 15. október á Airwaves-hátíðinni. Þetta verður í þriðja sinn sem González spilar á hátíðinni. Síðast steig hann þar á svið fyrir fjórum árum og í bæði skiptin var hann einn með kassagítarinn og spilaði lög frá vel heppnuðum sólóferli sínum. „Ég hlakka mikið til. Ég hef haldið tvenna sólótónleika þarna og ég elska þessa hátíð. Ég man að sumir Íslendingar höfðu hlustað mikið á EP-plötuna okkar Black Refugee og ég hugsaði með mér að það væri gaman að fara þangað með Junip einhvern tímann," segir González, sem á argentíska foreldra en er fæddur og uppalinn í Svíþjóð. Junip var stofnuð árið 1998 og er einnig skipuð trommaranum Elias Araya og hljómborðsleikaranum Tobias Winterkorn. „Ég átti nokkur sólólög og spilaði þau stundum fyrir Elias. Hann lagði til að við prófuðum að spila þau með hljómsveit og þannig byrjuðum við," segir González. „Ég og Elias höfðum þekkst síðan við vorum litlir. Við spiluðum saman í harðkjarnabandi og þekktum Tobias líka úr harðkjarnasenunni. Hann var söngvari í harðkjarnabandi í næsta bæjarfélagi." Junip hefur á ferli sínum gefið út eina sjö tommu plötu og EP-plötuna Black Refugee, sem vakti athygli margra á sveitinni. Núna, fimm árum síðar, er fyrsta stóra platan, Fields, loksins komin út. „Þegar ég var að gefa út aðra plötuna mína ræddum við um hvort við ættum að gera eitthvað meira með Junip eða bara segja þetta gott. Við ákváðum að gefa hljómsveitinni alvöru tækifæri eftir að ég væri búinn að fylgja plötunni eftir," segir González. Aðspurður segir hann að æfingarnar hafi gengið vel þrátt fyrir fimm ára hléið. „Um leið og við fórum að djamma hljómaði þetta vel. Það var dálítill léttir, því ég hélt að þetta gæti tekið einhvern tíma," segir hann og bætir við: „Mér finnst mjög gaman að gefa út öðruvísi tónlist en ég er að semja fyrir sjálfan mig. Það er öðruvísi stemning á tónleikum og miklu meira að gerast, enda erum við fimm á sviðinu. Þegar við vorum að taka upp plötuna ákváðum við að semja hana þannig að fleiri gætu spilað lögin á tónleikum. Fyrir mig hefur þetta verið sannkölluð tónlistarbomba. Ég hef fengið mikinn innblástur og er þegar byrjaður að semja ný lög bæði fyrir sjálfan mig og Junip." González er langt í frá orðinn þreyttur á að heimsækja Ísland. „Ég hef komið þangað tvisvar en bara verið í stuttan tíma í hvort skiptið. Ég man að fólkið var mjög upptekið af tónlist, drykkju og partístandi. Öllu á sama tíma. Það hafði mikil áhrif á mig og þetta var ljúfur tími þar sem ég hitti mikið af skemmtilegu fólki," segir hann. „Ég er þegar búinn að fara í Bláa lónið þannig að kannski leigi ég bíl og fer eitthvað út í náttúruna. En það kemur bara í ljós." freyr@frettabladid.is Mest lesið Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Lífið Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Þróaði vörur sem breyttu hans eigin lífi Lífið samstarf Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Lífið Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Lífið Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Lífið Fleiri fréttir Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Læknirinn með risa heimasmíðaðan pizzakofa í garðinum 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Sjá meira
Sænska hljómsveitin Junip með tónlistarmanninn José González í fararbroddi spilar í Iðnó föstudagskvöldið 15. október á Airwaves-hátíðinni. Þetta verður í þriðja sinn sem González spilar á hátíðinni. Síðast steig hann þar á svið fyrir fjórum árum og í bæði skiptin var hann einn með kassagítarinn og spilaði lög frá vel heppnuðum sólóferli sínum. „Ég hlakka mikið til. Ég hef haldið tvenna sólótónleika þarna og ég elska þessa hátíð. Ég man að sumir Íslendingar höfðu hlustað mikið á EP-plötuna okkar Black Refugee og ég hugsaði með mér að það væri gaman að fara þangað með Junip einhvern tímann," segir González, sem á argentíska foreldra en er fæddur og uppalinn í Svíþjóð. Junip var stofnuð árið 1998 og er einnig skipuð trommaranum Elias Araya og hljómborðsleikaranum Tobias Winterkorn. „Ég átti nokkur sólólög og spilaði þau stundum fyrir Elias. Hann lagði til að við prófuðum að spila þau með hljómsveit og þannig byrjuðum við," segir González. „Ég og Elias höfðum þekkst síðan við vorum litlir. Við spiluðum saman í harðkjarnabandi og þekktum Tobias líka úr harðkjarnasenunni. Hann var söngvari í harðkjarnabandi í næsta bæjarfélagi." Junip hefur á ferli sínum gefið út eina sjö tommu plötu og EP-plötuna Black Refugee, sem vakti athygli margra á sveitinni. Núna, fimm árum síðar, er fyrsta stóra platan, Fields, loksins komin út. „Þegar ég var að gefa út aðra plötuna mína ræddum við um hvort við ættum að gera eitthvað meira með Junip eða bara segja þetta gott. Við ákváðum að gefa hljómsveitinni alvöru tækifæri eftir að ég væri búinn að fylgja plötunni eftir," segir González. Aðspurður segir hann að æfingarnar hafi gengið vel þrátt fyrir fimm ára hléið. „Um leið og við fórum að djamma hljómaði þetta vel. Það var dálítill léttir, því ég hélt að þetta gæti tekið einhvern tíma," segir hann og bætir við: „Mér finnst mjög gaman að gefa út öðruvísi tónlist en ég er að semja fyrir sjálfan mig. Það er öðruvísi stemning á tónleikum og miklu meira að gerast, enda erum við fimm á sviðinu. Þegar við vorum að taka upp plötuna ákváðum við að semja hana þannig að fleiri gætu spilað lögin á tónleikum. Fyrir mig hefur þetta verið sannkölluð tónlistarbomba. Ég hef fengið mikinn innblástur og er þegar byrjaður að semja ný lög bæði fyrir sjálfan mig og Junip." González er langt í frá orðinn þreyttur á að heimsækja Ísland. „Ég hef komið þangað tvisvar en bara verið í stuttan tíma í hvort skiptið. Ég man að fólkið var mjög upptekið af tónlist, drykkju og partístandi. Öllu á sama tíma. Það hafði mikil áhrif á mig og þetta var ljúfur tími þar sem ég hitti mikið af skemmtilegu fólki," segir hann. „Ég er þegar búinn að fara í Bláa lónið þannig að kannski leigi ég bíl og fer eitthvað út í náttúruna. En það kemur bara í ljós." freyr@frettabladid.is
Mest lesið Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Lífið Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Þróaði vörur sem breyttu hans eigin lífi Lífið samstarf Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Lífið Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Lífið Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Lífið Fleiri fréttir Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Læknirinn með risa heimasmíðaðan pizzakofa í garðinum 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Sjá meira