Innlent

175 skip komin á sjó

175 fiskiskip voru komin á sjó um sex leitið í morgun, en flotinn var allur í höfn yfir áramótin. Víða er gott sjóveður við landið og búist við mikilli sjósókn í dag, enda ríður á að koma fiskvinnslunni í landi í gang eftir fríið.

Ekkert fiskiskip var á sjó yfir áramótin til að landa ferskum afla erlendis á fyrstu dögum nýja ársins, eins og nokkuð var um á árum áður, því þá fékkst oft mjög hátt verð fyrir fisk, eftir kjötneyslu um hátíðirnar.-






Fleiri fréttir

Sjá meira


×