Innlent

Tuttugu og níu sagt upp hjá Símanum

Sævar Freyr Þráinsson, forstjóri Símans.
Sævar Freyr Þráinsson, forstjóri Símans.

Síminn hefur sagt upp 29 starfsmönnum. Forsvarsmenn fyrirtækisins kynntu fyrr í dag nýtt skipulag Símans á fundi með starfsfólki. Deildir eru sameinaðar og stjórnendum og starfsfólki fækkar en áhersla er lögð á að þjónusta við viðskiptavini skerðist ekki við þessar breytingar.

Í tilkynningu segir að efnahagsástandið í kjölfar hrunsins hefur komið við Símann eins og önnur fyrirtæki á Íslandi. Einkaneysla hefur minnkað og fá teikn eru á lofti um að það sé að breytast. Þá hefur markaðshlutdeild Símans dregist saman eins og kunnugt er.

Meira um þetta hér.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×