Árni Svanur Daníelsson og Kristín Þóra Tómasdóttir: Það sem gerir okkur reið 14. apríl 2010 06:00 Margt gerir okkur reið á Íslandi í dag. Í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis eru nefndar fjölmargar ásetnings- og vanrækslusyndir sem hafa bitnað á okkur öllum. Sum okkar eiga í vök að verjast og berjast í bökkum, en lífið gengur sinn vanagang hjá öðrum. Öll verðum við fyrir áhrifum af því að trúverðugleiki og traust til stofnanna og valdafólks hefur hrunið. Hruninn trúverðugleiki og svíðandi ranglæti hefur fætt af sér réttláta reiði. Reiðin er eðlilegt og heilbrigt viðbragð við óeðlilegu ástandi. Reiðin er frumtilfinning sem vekur okkur og þenur taugar og hjarta. Reiðin er ekki góður staður til að vera á, en stundum erum við sett á þannig stað. Fyrir samfélag í kreppu er sinnuleysi og tilfinningadoði hættulegri en reiðin. Sinnuleysið er samfélagsógn. Það er ekki gott að búa í skeytingarlausu og köldu samfélagi þar sem heiðarleiki og velvild eru sniðgengin. Á meðan við erum reið er okkur ekki sama. Reiðin getur gefið kraft til að hefja ferli sem er nauðsynlegt til að breyta því sem er ranglátt og óheilbrigt. Kristín Þórunn Tómasdóttir prestur. Leiðin frá reiði til sáttar er löng. Það er ekki hægt að stytta sér leið. Við verðum að fá að nefna það sem lætur hjartað okkar slá örar í reiði og sorg. Við verðum að fá að vera reið og tjá það. Hlustum á hjartað sem berst í brjósti okkar. Skýrslan er birt. Nú rennur upp tími aðgerða. Það dugar ekki að setja plástur á sár þjóðar sem blæðir vegna ábyrgðarlausrar framgöngu og brotins trausts. Góðverk koma aldrei í stað réttlætis. Við þurfum að styrkja lýðræðið, bæta samskiptin og efla samfélagsvitundina á landinu okkar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Snorri Másson er ekki vandinn – hann er viðvörun Helen Ólafsdóttir Skoðun Drúsar og hörmungarnar í Suwayda Armando Garcia Skoðun Að vera séður og heyrður getur bjargað lífi – Gulur september minnir okkur á að hlúa að hjartanu Kristín Magdalena Ágústsdóttir Skoðun Okkar eigin Don Kíkóti Kjartan Jónsson Skoðun Menntamorð – um gjöreyðingu menntakerfisins á Gaza sem liður í allsherjar þjóðarmorði Ísrael á Palestínumönnum Kristján Þór Sigurðsson Skoðun Hvað vil ég? Auður Kolbrá Birgisdóttir Skoðun Laugarnestangi - til allrar framtíðar Líf Magneudóttir Skoðun Rangfærslur um atburðina á Gaza Egill Þ. Einarsson Skoðun 90 milljarða vannýtt útflutningstækifæri Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Öflugt atvinnulíf í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun Skoðun Skoðun Laugarnestangi - til allrar framtíðar Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Að vera séður og heyrður getur bjargað lífi – Gulur september minnir okkur á að hlúa að hjartanu Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur um atburðina á Gaza Egill Þ. Einarsson skrifar Skoðun Öryggi geðheilbrigðis Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Mjóddin og pólitík pírata Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Okkar eigin Don Kíkóti Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Sýnum í verki að okkur er ekki sama Anna Sigga Jökuls Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Snorri Másson er ekki vandinn – hann er viðvörun Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Drúsar og hörmungarnar í Suwayda Armando Garcia skrifar Skoðun Hjarta samfélagsins í Þorlákshöfn slær við höfnina Grétar Ingi Erlendsson skrifar Skoðun Marserum fyrir jafnrétti í íþróttum Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Tímamóta umbætur í nýju kerfi almannatrygginga Huld Magnúsdóttir,Sigríður Dóra Magnúsdóttir,Unnur Sverrisdóttir,Vigdís Jónsdóttir skrifar Skoðun Öflugt atvinnulíf í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Persónudýrkun vinstrisins Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Menntamorð – um gjöreyðingu menntakerfisins á Gaza sem liður í allsherjar þjóðarmorði Ísrael á Palestínumönnum Kristján Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavík - barnvæn höfuðborg? Einar Þorsteinsson,Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Magnús og hálfsannleikurinn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Það sem gerist þegar formúlur og fordómar hafa of mikil áhrif Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Látum verkin tala fyrir börnin á Gaza Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun 90 milljarða vannýtt útflutningstækifæri Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Tvær sögur Egill Þ. Einarsson skrifar Skoðun Stærsta kjarabót öryrkja í áratugi Ingjibjörg Isaksen skrifar Skoðun Að bjarga þjóð Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Háskóli Íslands. Opinn og alþjóðlegur? Styrmir Hallsson,Abdullah Arif skrifar Skoðun Nýtt örorkulífeyriskerfi Inga Sæland skrifar Skoðun Það er heldur betur vitlaust gefið á Íslandi Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Að bera harm sinn í hljóði Gunnhildur Ólafsdóttir skrifar Skoðun Velferð sem virkar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Gleðileg ný fiskveiðiáramót …von eða ótti? Arnar Laxdal skrifar Skoðun „Hristir í stoðum“ RÚV? Hermann Stefánsson skrifar Sjá meira
Margt gerir okkur reið á Íslandi í dag. Í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis eru nefndar fjölmargar ásetnings- og vanrækslusyndir sem hafa bitnað á okkur öllum. Sum okkar eiga í vök að verjast og berjast í bökkum, en lífið gengur sinn vanagang hjá öðrum. Öll verðum við fyrir áhrifum af því að trúverðugleiki og traust til stofnanna og valdafólks hefur hrunið. Hruninn trúverðugleiki og svíðandi ranglæti hefur fætt af sér réttláta reiði. Reiðin er eðlilegt og heilbrigt viðbragð við óeðlilegu ástandi. Reiðin er frumtilfinning sem vekur okkur og þenur taugar og hjarta. Reiðin er ekki góður staður til að vera á, en stundum erum við sett á þannig stað. Fyrir samfélag í kreppu er sinnuleysi og tilfinningadoði hættulegri en reiðin. Sinnuleysið er samfélagsógn. Það er ekki gott að búa í skeytingarlausu og köldu samfélagi þar sem heiðarleiki og velvild eru sniðgengin. Á meðan við erum reið er okkur ekki sama. Reiðin getur gefið kraft til að hefja ferli sem er nauðsynlegt til að breyta því sem er ranglátt og óheilbrigt. Kristín Þórunn Tómasdóttir prestur. Leiðin frá reiði til sáttar er löng. Það er ekki hægt að stytta sér leið. Við verðum að fá að nefna það sem lætur hjartað okkar slá örar í reiði og sorg. Við verðum að fá að vera reið og tjá það. Hlustum á hjartað sem berst í brjósti okkar. Skýrslan er birt. Nú rennur upp tími aðgerða. Það dugar ekki að setja plástur á sár þjóðar sem blæðir vegna ábyrgðarlausrar framgöngu og brotins trausts. Góðverk koma aldrei í stað réttlætis. Við þurfum að styrkja lýðræðið, bæta samskiptin og efla samfélagsvitundina á landinu okkar.
Að vera séður og heyrður getur bjargað lífi – Gulur september minnir okkur á að hlúa að hjartanu Kristín Magdalena Ágústsdóttir Skoðun
Menntamorð – um gjöreyðingu menntakerfisins á Gaza sem liður í allsherjar þjóðarmorði Ísrael á Palestínumönnum Kristján Þór Sigurðsson Skoðun
Skoðun Að vera séður og heyrður getur bjargað lífi – Gulur september minnir okkur á að hlúa að hjartanu Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar
Skoðun Tímamóta umbætur í nýju kerfi almannatrygginga Huld Magnúsdóttir,Sigríður Dóra Magnúsdóttir,Unnur Sverrisdóttir,Vigdís Jónsdóttir skrifar
Skoðun Menntamorð – um gjöreyðingu menntakerfisins á Gaza sem liður í allsherjar þjóðarmorði Ísrael á Palestínumönnum Kristján Þór Sigurðsson skrifar
Skoðun Það sem gerist þegar formúlur og fordómar hafa of mikil áhrif Matthildur Björnsdóttir skrifar
Að vera séður og heyrður getur bjargað lífi – Gulur september minnir okkur á að hlúa að hjartanu Kristín Magdalena Ágústsdóttir Skoðun
Menntamorð – um gjöreyðingu menntakerfisins á Gaza sem liður í allsherjar þjóðarmorði Ísrael á Palestínumönnum Kristján Þór Sigurðsson Skoðun