Erlent

Sjö ára strák líkt við Monet, langur biðlisti eftir verkum hans

Sjö ára gömlum breskum strák, Kirian Williamson, hefur verið líkt við málarann Monet. Strákurinn málar um sex verk á viku og seljast þau eins og heitar lummur.

Í síðustu viku seldist safn af verkum hans á uppboði á innan við 30 mínútum og fékk Williamson 150.000 pund eða um 28 milljónir kr. fyrir þau.

Williamson býr í Norfolk og málar helst landslagsverk af umhverfinu þar. Sem stendur eru 700 manns á biðlista eftir málverkum Williamson en hvert þeirra kostar allt að 8.000 pund eða um hálfa aðra milljón króna.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×