Dæmi um að kennari hafi verið stunginn með skeið Erla Hlynsdóttir skrifar 12. desember 2010 19:15 Ofbeldi nemenda í garð kennara getur orðið mjög hrottalegt og dæmi eru um að foreldrar barna taki þátt í eineltinu. Kennarar verða jafnvel fyrir barsmíðum í skólanum og þeir kvíða hverjum vinnudegi. Kennarasamband Íslands hyggst taka á málinu. Í nýjasta tölublaði Skólavörðunnar, tímarits Kennarasambands Íslands, er ítarlega fjallað um kennara sem verða fyrir einelti. Ástandið virðist vera slæmt, meðal annars var kennari stunginn með skeið af nemanda. Alvarlegustu eineltismálin koma inn á borð lögmanns Kennarasambands Íslands og er þar um að ræða nokkurn fjölda á síðustu árum. „Þetta er allt frá alvarlegum barsmíðum upp í það að nemandi hafi stungið kennara með skeið í mötuneytinu," segir Erna Guðmundsdóttir lögmaður KÍ og BHM. Erfitt er að benda á ákveðnar orsakir þessa eineltis en oft er um að ræða erfiðar heimilisaðstæður hjá nemendum, agavandamál eða læknisfræðilegar orsakir. Viðbrögð foreldra nemenda sem beita kennara sinn ofbeldi eru æði misjöfn. Flestir foreldrar bregðast rétt við en aðrir neita að horfast í augu við vandann og verða jafnvel þátttakendur í eineltinu með því að hóta kennaranum og reyna að leggja starfsferil hans í rúst. Þannig eru dæmi um að kennarar í litlum sveitarfélögum úti á landi hafi þurft að flytjast búferlum eftir að nemendur og foreldrar snúast gegn þeim. Eru dæmi um að kennara séu hræddir að mæta í vinnuna? „Já, það hafa komið upp þannig dæmi þar sem kennara verða hræddir, jafnvel veikir, og treysta sér ekki í vinnuna," svara Erna. Nemendur á öllum skólastigum beita kennara ofbeldi. Kennarar eiga þess kost að tilkynna mál til barnaverndanefndar, eða til lögreglu ef nemandi er yfir fimmtán ára aldri. en þeir veigra sér gjarnan við því. Vinnuumhverfisnefnd Kennarsambandsins hefur tekið þessi mál föstum tökum að undanförnu. Auk þess hefur Elín lagt til að viðbrögð verði samræmd á milli skóla. „Í dag er það bara þannig að kennari má bara ekki gera neitt, í raun verja sig, þá fær hann á sig áminningu eða kæru," segir Erna um slæma stöðu kennara. Mest lesið Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Erlent Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Innlent „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Innlent Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Fleiri fréttir Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Sjá meira
Ofbeldi nemenda í garð kennara getur orðið mjög hrottalegt og dæmi eru um að foreldrar barna taki þátt í eineltinu. Kennarar verða jafnvel fyrir barsmíðum í skólanum og þeir kvíða hverjum vinnudegi. Kennarasamband Íslands hyggst taka á málinu. Í nýjasta tölublaði Skólavörðunnar, tímarits Kennarasambands Íslands, er ítarlega fjallað um kennara sem verða fyrir einelti. Ástandið virðist vera slæmt, meðal annars var kennari stunginn með skeið af nemanda. Alvarlegustu eineltismálin koma inn á borð lögmanns Kennarasambands Íslands og er þar um að ræða nokkurn fjölda á síðustu árum. „Þetta er allt frá alvarlegum barsmíðum upp í það að nemandi hafi stungið kennara með skeið í mötuneytinu," segir Erna Guðmundsdóttir lögmaður KÍ og BHM. Erfitt er að benda á ákveðnar orsakir þessa eineltis en oft er um að ræða erfiðar heimilisaðstæður hjá nemendum, agavandamál eða læknisfræðilegar orsakir. Viðbrögð foreldra nemenda sem beita kennara sinn ofbeldi eru æði misjöfn. Flestir foreldrar bregðast rétt við en aðrir neita að horfast í augu við vandann og verða jafnvel þátttakendur í eineltinu með því að hóta kennaranum og reyna að leggja starfsferil hans í rúst. Þannig eru dæmi um að kennarar í litlum sveitarfélögum úti á landi hafi þurft að flytjast búferlum eftir að nemendur og foreldrar snúast gegn þeim. Eru dæmi um að kennara séu hræddir að mæta í vinnuna? „Já, það hafa komið upp þannig dæmi þar sem kennara verða hræddir, jafnvel veikir, og treysta sér ekki í vinnuna," svara Erna. Nemendur á öllum skólastigum beita kennara ofbeldi. Kennarar eiga þess kost að tilkynna mál til barnaverndanefndar, eða til lögreglu ef nemandi er yfir fimmtán ára aldri. en þeir veigra sér gjarnan við því. Vinnuumhverfisnefnd Kennarsambandsins hefur tekið þessi mál föstum tökum að undanförnu. Auk þess hefur Elín lagt til að viðbrögð verði samræmd á milli skóla. „Í dag er það bara þannig að kennari má bara ekki gera neitt, í raun verja sig, þá fær hann á sig áminningu eða kæru," segir Erna um slæma stöðu kennara.
Mest lesið Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Erlent Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Innlent „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Innlent Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Fleiri fréttir Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Sjá meira