Dæmi um að kennari hafi verið stunginn með skeið Erla Hlynsdóttir skrifar 12. desember 2010 19:15 Ofbeldi nemenda í garð kennara getur orðið mjög hrottalegt og dæmi eru um að foreldrar barna taki þátt í eineltinu. Kennarar verða jafnvel fyrir barsmíðum í skólanum og þeir kvíða hverjum vinnudegi. Kennarasamband Íslands hyggst taka á málinu. Í nýjasta tölublaði Skólavörðunnar, tímarits Kennarasambands Íslands, er ítarlega fjallað um kennara sem verða fyrir einelti. Ástandið virðist vera slæmt, meðal annars var kennari stunginn með skeið af nemanda. Alvarlegustu eineltismálin koma inn á borð lögmanns Kennarasambands Íslands og er þar um að ræða nokkurn fjölda á síðustu árum. „Þetta er allt frá alvarlegum barsmíðum upp í það að nemandi hafi stungið kennara með skeið í mötuneytinu," segir Erna Guðmundsdóttir lögmaður KÍ og BHM. Erfitt er að benda á ákveðnar orsakir þessa eineltis en oft er um að ræða erfiðar heimilisaðstæður hjá nemendum, agavandamál eða læknisfræðilegar orsakir. Viðbrögð foreldra nemenda sem beita kennara sinn ofbeldi eru æði misjöfn. Flestir foreldrar bregðast rétt við en aðrir neita að horfast í augu við vandann og verða jafnvel þátttakendur í eineltinu með því að hóta kennaranum og reyna að leggja starfsferil hans í rúst. Þannig eru dæmi um að kennarar í litlum sveitarfélögum úti á landi hafi þurft að flytjast búferlum eftir að nemendur og foreldrar snúast gegn þeim. Eru dæmi um að kennara séu hræddir að mæta í vinnuna? „Já, það hafa komið upp þannig dæmi þar sem kennara verða hræddir, jafnvel veikir, og treysta sér ekki í vinnuna," svara Erna. Nemendur á öllum skólastigum beita kennara ofbeldi. Kennarar eiga þess kost að tilkynna mál til barnaverndanefndar, eða til lögreglu ef nemandi er yfir fimmtán ára aldri. en þeir veigra sér gjarnan við því. Vinnuumhverfisnefnd Kennarsambandsins hefur tekið þessi mál föstum tökum að undanförnu. Auk þess hefur Elín lagt til að viðbrögð verði samræmd á milli skóla. „Í dag er það bara þannig að kennari má bara ekki gera neitt, í raun verja sig, þá fær hann á sig áminningu eða kæru," segir Erna um slæma stöðu kennara. Mest lesið Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Fleiri fréttir Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Sjá meira
Ofbeldi nemenda í garð kennara getur orðið mjög hrottalegt og dæmi eru um að foreldrar barna taki þátt í eineltinu. Kennarar verða jafnvel fyrir barsmíðum í skólanum og þeir kvíða hverjum vinnudegi. Kennarasamband Íslands hyggst taka á málinu. Í nýjasta tölublaði Skólavörðunnar, tímarits Kennarasambands Íslands, er ítarlega fjallað um kennara sem verða fyrir einelti. Ástandið virðist vera slæmt, meðal annars var kennari stunginn með skeið af nemanda. Alvarlegustu eineltismálin koma inn á borð lögmanns Kennarasambands Íslands og er þar um að ræða nokkurn fjölda á síðustu árum. „Þetta er allt frá alvarlegum barsmíðum upp í það að nemandi hafi stungið kennara með skeið í mötuneytinu," segir Erna Guðmundsdóttir lögmaður KÍ og BHM. Erfitt er að benda á ákveðnar orsakir þessa eineltis en oft er um að ræða erfiðar heimilisaðstæður hjá nemendum, agavandamál eða læknisfræðilegar orsakir. Viðbrögð foreldra nemenda sem beita kennara sinn ofbeldi eru æði misjöfn. Flestir foreldrar bregðast rétt við en aðrir neita að horfast í augu við vandann og verða jafnvel þátttakendur í eineltinu með því að hóta kennaranum og reyna að leggja starfsferil hans í rúst. Þannig eru dæmi um að kennarar í litlum sveitarfélögum úti á landi hafi þurft að flytjast búferlum eftir að nemendur og foreldrar snúast gegn þeim. Eru dæmi um að kennara séu hræddir að mæta í vinnuna? „Já, það hafa komið upp þannig dæmi þar sem kennara verða hræddir, jafnvel veikir, og treysta sér ekki í vinnuna," svara Erna. Nemendur á öllum skólastigum beita kennara ofbeldi. Kennarar eiga þess kost að tilkynna mál til barnaverndanefndar, eða til lögreglu ef nemandi er yfir fimmtán ára aldri. en þeir veigra sér gjarnan við því. Vinnuumhverfisnefnd Kennarsambandsins hefur tekið þessi mál föstum tökum að undanförnu. Auk þess hefur Elín lagt til að viðbrögð verði samræmd á milli skóla. „Í dag er það bara þannig að kennari má bara ekki gera neitt, í raun verja sig, þá fær hann á sig áminningu eða kæru," segir Erna um slæma stöðu kennara.
Mest lesið Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Fleiri fréttir Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Sjá meira