Lífið

Viðkvæm eins og annað fólk

Melanie Brown. MYND/Cover Media
Melanie Brown. MYND/Cover Media

Nýr sjónvarpsþáttur, It's A Scary World, um líf fyrrum kryddpíunnar Mel B, hefur göngu sína í Bretlandi í næstu viku. Mel ætlar að hleypa heiminum inn fyrir dyrnar heima hjá sér en hún segist reyna eins og hún mögulega getur að taka ekki nærri sér skoðanir fólks á því hvernig hún hagar sér.

Um er að ræða raunveruleikasjónvarpsþátt um Mel, eiginmann hennar, Stephen Belafonte, og stúlkurnar sem þau eignuðust áður en þau kynntust, en þær eru þrjár talsins. Angel, 3 ára, Giselle, 6 ára og Phoenix, 11 ára.

„Ég hef reynt að taka ekki nærri mér skoðanir annarra. Ég er mjög sterk og sjálfsörugg manneskja en auðvitað er ég viðkvæm eins og annað fólk. Það er ekki neikvæður eiginleiki. Við erum öll mannleg," sagði Mel spurð hvernig henni líður með að opna heimilið fyrir heiminum.

„Í þáttunum fær fólk innsýn inn í líf okkar og fær að sjá nýja hlið á mér. Það fær að sjá hvernig hlutirnir ganga fyrir sig hjá okkur."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.