Körfubolti

Jeb Ivey: Þurfti ekki að gera neitt sérstakt því þeir eru með frábært lið

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Jeb Ivey á ferðinni í kvöld.
Jeb Ivey á ferðinni í kvöld. Mynd/Daníel

Jeb Ivey varð Íslandsmeistari í annað skiptið á ferlinum í kvöld en hann var með 13 stig og 7 stoðsendingar í 36 stiga sigri Snæfells á Keflavík, 105-69, í oddaleiknum. Jeb vann titilinn einnig með Njarðvík fyrir fjórum árum.

„Mér líður frábærlega," sagði Jeb Ivey skælbrosandi þar sem hann sat í rólegheitum eftir leikinn á meðan félagar hans fögnuðu með stuðningsfólkinu sínu út á gólfi.

„Þetta var frábært tækifæri fyrir mig að koma hingað og hjálpa liðinu. Ég þurfti ekki að gera neitt sérstakt því þeir eru með frábært lið. Ég ætlaði bara að reyna að hjálpa þeim að vinna titilinn," sagði Jeb.

„Við vorum fullir sjálfstraust að við myndum vinna þennan leik frá síðustu sekúndunni í síðasta leik. Við gátum ekki beðið eftir því að fá að spila annan leik og við vissum að við gætum spilað svona vel. Við vissum líka að við gætum hitt svona vel og vorum því spenntir fyrir að spila þennan oddaleik," sagði Jeb.

„Það er erfitt að vinna lið mörgum sinnum í röð og í gegnum söguna hefur Keflavík alltaf unnið Snæfell. Við vissum að það yrði mjög erfitt fyrir þá að vinna okkur aftur. Ég og allir strákarnir vissum að það væri erfitt að spila í Keflavík og við mættum bara tilbúnir í þennan leik," sagði Jeb.

„Í síðasta leik voru hlutirnir bara að gerast of hratt og við urðum of æstir að klára titilinn á heimavelli. Núna voru við afslappaðri og tilbúnir í að spila okkar leik," sagði Jeb að lokum.Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.