Innlent

Innanlandsflugið liggur niðri að mestu

Nær allt áætlunarflug innanlands liggur nú niðri vegna ösku frá gosinu í Eyjafjallajökli. Reykjavíkurflugvöllur er þó ekki lokaður en askan kemur í veg fyrir að hægt sé að fljúga til annara staða eins og til Egilsstaða, Akureyrar og Ísafjarðar. Flugfélag Íslands hefur seinkað öllum ferðum félagsins og á að athuga með flug eftir klukkan sjö í kvöld. Flugfélagið Ernir er þó enn með á áætlun að fljúga til Hafnar í Hornafirði klukkan fjögur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×