Lenti í slysi og missti vinnuna í kjölfarið Erla Hlynsdóttir skrifar 3. nóvember 2010 12:52 Friðrik Ottó Ragnarsson er þakklátur Starfsendurhæfingarsjóði Mynd: Virk.is Hlutverk Starfsendurhæfingarsjóðs er að draga markvisst úr líkum á því að launafólk hverfi af vinnumarkaði vegna varanlegrar örorku, með aukinni virkni, eflingu endurhæfingar og öðrum úrræðum. Friðrik Ottó Ragnarsson járnsmiður hafði nýlega misst konu sína sem hafði barist við krabbamein í sjö ár þegar hann lenti í alvarlegu bílslysi og missti í kjölfarið vinnuna. Friðrik segir Starfsendurhæfingasjóð hafa skipt sköpum þegar hann var í endurhæfingu og er hann nú kominn með nýja vinnu. Friðrik er í viðtali á heimasíðu Starfsendurhæfingasjóðs þar sem hann segir frá reynslu sinni. Þrjú áföll á skömmum tíma „Hálfu ári eftir að pabbi minn dó missti ég konuna mína. Hún hafði barist við krabbamein í sjö ár. Svo lenti í bílslysinu og missti vinnuna í kjölfarið. Vissulega var þetta gríðarlega mikið álag en ég hélt alltaf haus. Aðstoðin frá Starfsendurhæfingarsjóði gegndi miklu hlutverki," segir hann.Greiddi fyrir sjúkraþjálfun Friðrik kveðst hafa leitað til stéttarfélagsins síns, Félags vélstjóra og málmtæknimanna, strax eftir slysið. ,,Þeir útveguðu mér lögfræðing til þess að fara í gegnum allt ferlið. Seinna bentu þeir mér svo á að hafa samband við ráðgjafa á vegum Starfsendurhæfingarsjóðs. Sjóðurinn hefur greitt sjúkraþjálfun fyrir mig en fyrst greiddi ég sjálfur fyrir hana og fékk síðan endurgreitt hjá stéttarfélaginu mínu. Það eru hins vegar ekki allir sem hafa handbært fé til að leggja sjálfir út fyrir slíku. Þægindin við að þurfa ekki að standa í því eru einnig mikil."Glaður í hjarta Friðrik segir að á sínum yngri árum hafi hann ekki séð neinn tilgang með því að greiða í stéttarfélagsgjöld. „ Nú er ég glaður í hjarta vegna allrar aðstoðarinnar frá stéttarfélaginu mínu og Starfsendurhæfingarsjóði í kjölfar slyssins sem ég lenti í. Nú skil ég mikilvægi þess að hafa gott stéttarfélag á bak við sig. Ráðgjafinn á vegum Starfsendurhæfingarsjóðs hefur jafnframt reynst mér afar vel," segir hann.Átak að byrja aftur að vinna Vegna verkjanna sem Friðrik er enn með stefndi hann að því að skipta um starfsvettvang. ,,Ég hef verið að leita fyrir mér annað slagið og byrjaði að vinna á sambýli 1. október síðastliðinn. Þetta er vaktavinna og mér líst mjög vel á hana." Aðspurður segist Friðrik hafa kviðið því svolítið að fara á nýjan vinnustað. ,,Það er svolítið átak að byrja aftur þegar maður er búinn að vera frá vinnu í nær tvö ár og í starfi sem maður hefur aldrei unnið við. En ég held að það sé bara eðlilegt að finna fyrir svolitlum kvíða. En þegar ég fór að tala við fólkið sem ég vinn með þá hvarf allur kvíði. Þetta er bara gott mál." Vitalið við Friðrik má lesa í heild sinni á vef Starfsendurhæfingarsjóðs. Starfsendurhæfingarsjóður er sjálfseignastofnun sem var upphaflega stofnuð af Alþýðusambandi Íslands og Samtökum atvinnulífsins í maí 2008. Í janúar 2009 var síðan undirrituð ný stofnskrá sjóðsins með aðkomu stéttarfélaga og atvinnurekenda á opinberum vinnumarkaði. Sjóðurinn byggir á samkomulagi um nýtt fyrirkomulag starfsendurhæfingar í kjarasamningum á vinnumarkaði á árinu 2008. Mest lesið Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ Innlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Erlent Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Innlent Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Innlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Innlent Fleiri fréttir Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Sjá meira
Hlutverk Starfsendurhæfingarsjóðs er að draga markvisst úr líkum á því að launafólk hverfi af vinnumarkaði vegna varanlegrar örorku, með aukinni virkni, eflingu endurhæfingar og öðrum úrræðum. Friðrik Ottó Ragnarsson járnsmiður hafði nýlega misst konu sína sem hafði barist við krabbamein í sjö ár þegar hann lenti í alvarlegu bílslysi og missti í kjölfarið vinnuna. Friðrik segir Starfsendurhæfingasjóð hafa skipt sköpum þegar hann var í endurhæfingu og er hann nú kominn með nýja vinnu. Friðrik er í viðtali á heimasíðu Starfsendurhæfingasjóðs þar sem hann segir frá reynslu sinni. Þrjú áföll á skömmum tíma „Hálfu ári eftir að pabbi minn dó missti ég konuna mína. Hún hafði barist við krabbamein í sjö ár. Svo lenti í bílslysinu og missti vinnuna í kjölfarið. Vissulega var þetta gríðarlega mikið álag en ég hélt alltaf haus. Aðstoðin frá Starfsendurhæfingarsjóði gegndi miklu hlutverki," segir hann.Greiddi fyrir sjúkraþjálfun Friðrik kveðst hafa leitað til stéttarfélagsins síns, Félags vélstjóra og málmtæknimanna, strax eftir slysið. ,,Þeir útveguðu mér lögfræðing til þess að fara í gegnum allt ferlið. Seinna bentu þeir mér svo á að hafa samband við ráðgjafa á vegum Starfsendurhæfingarsjóðs. Sjóðurinn hefur greitt sjúkraþjálfun fyrir mig en fyrst greiddi ég sjálfur fyrir hana og fékk síðan endurgreitt hjá stéttarfélaginu mínu. Það eru hins vegar ekki allir sem hafa handbært fé til að leggja sjálfir út fyrir slíku. Þægindin við að þurfa ekki að standa í því eru einnig mikil."Glaður í hjarta Friðrik segir að á sínum yngri árum hafi hann ekki séð neinn tilgang með því að greiða í stéttarfélagsgjöld. „ Nú er ég glaður í hjarta vegna allrar aðstoðarinnar frá stéttarfélaginu mínu og Starfsendurhæfingarsjóði í kjölfar slyssins sem ég lenti í. Nú skil ég mikilvægi þess að hafa gott stéttarfélag á bak við sig. Ráðgjafinn á vegum Starfsendurhæfingarsjóðs hefur jafnframt reynst mér afar vel," segir hann.Átak að byrja aftur að vinna Vegna verkjanna sem Friðrik er enn með stefndi hann að því að skipta um starfsvettvang. ,,Ég hef verið að leita fyrir mér annað slagið og byrjaði að vinna á sambýli 1. október síðastliðinn. Þetta er vaktavinna og mér líst mjög vel á hana." Aðspurður segist Friðrik hafa kviðið því svolítið að fara á nýjan vinnustað. ,,Það er svolítið átak að byrja aftur þegar maður er búinn að vera frá vinnu í nær tvö ár og í starfi sem maður hefur aldrei unnið við. En ég held að það sé bara eðlilegt að finna fyrir svolitlum kvíða. En þegar ég fór að tala við fólkið sem ég vinn með þá hvarf allur kvíði. Þetta er bara gott mál." Vitalið við Friðrik má lesa í heild sinni á vef Starfsendurhæfingarsjóðs. Starfsendurhæfingarsjóður er sjálfseignastofnun sem var upphaflega stofnuð af Alþýðusambandi Íslands og Samtökum atvinnulífsins í maí 2008. Í janúar 2009 var síðan undirrituð ný stofnskrá sjóðsins með aðkomu stéttarfélaga og atvinnurekenda á opinberum vinnumarkaði. Sjóðurinn byggir á samkomulagi um nýtt fyrirkomulag starfsendurhæfingar í kjarasamningum á vinnumarkaði á árinu 2008.
Mest lesið Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ Innlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Erlent Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Innlent Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Innlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Innlent Fleiri fréttir Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Sjá meira