Pálmi sér eftir mannorðinu - voru í typpakeppni 5. mars 2010 09:48 „Skammast ég mín? Já, að sjálfsögðu fyrir sumt en annað ekki,“ segir Pálmi í viðtalinu. Pálmi Haraldsson, fyrrverandi eigandi Fons, segist bera ábyrgð á efnahagshruninu en að stærsti sökudólgurinn sé hið opinbera. Hann viðurkennir að hafa tekið þátt í siðferðilega vafasömum viðskiptum en að hann hafi ekki framið nein lögbrot. Pálmi segist sjá eftir mannorði sínu. Þetta kemur fram í viðtali við hann í DV í dag. Hann segir að umsvifamiklir fjárfestar hafi verið í „typpakeppni." Pálmi var áberandi fjárfestir árin fyrir hrun og átti meðal annars Skeljung, Securitas, Iceland Express og Serling flugfélagið.Ber ábyrgð á „þessari vitleysu" „Ég ætla ekki að draga úr minni ábyrgð í þeim málum. Ég var þátttakandi í þessu. Þetta voru þær leikreglur sem voru í gangi, skrifaðar sem óskrifaðar," segir Pálmi aðspurður hvort að fjármagnseigendurnir og bankarnir hafi ekki drifið hagkerfið sem féll áfram. Aftur á móti segir hann að eftirlitsaðilarnir Seðlabankinn og Fjármálaeftirlitið beri mesta ábyrgð. Auk þess telur Pálmi að þingmenn sem voru í meirihluta á Alþingi þegar leikreglurnar í viðskiptalífinu voru búnar til beri ábyrgð. Það sama eigi við um eigendur og stjórnendur bankanna og síðast en ekki síst forystumenn í atvinnulífinu og samtökum þeirra. „Auðvitað er ég einn af þeim af aðilum sem tóku þátt í þessari vitleysu. Þetta eru náttúrulega bara sorglegir atburðir sem hafa gerst sér í samfélaginu," segir Pálmi.Sér ekki eftir peningunum heldur mannorðinu Pálmi segir að sú eftirsjá sem hann ber í brjósti snúist ekki um peninga. „Líður mér illa? Já, alveg skelfilega. Sé ég eftir peningunum sem ég hef tapað í þessi hruni? Nei. Sé ég eftir mannorði mínu? Já, alveg gríðarlega, gríðarlega. Ég gerði allt til að fá það aftur. Af hverju missti ég það? Af því að ég var þátttakandi í leiknum. Skammast ég mín? Já, að sjálfsögðu fyrir sumt en annað ekki. Af hverju skyldi ég ekki gera það? Annað væri óeðlilegt," segir Pálmi í viðtalinu.Hættur að fara með börnin í sund Pálmi segist verða fyrir aðkasti á götum úti og lenda í því að fólk öskri á hann. „Heldur þú að ég líði ekki fyrir að geta ekki farið á kaffihús á Íslandi lengur? Auðvitað er þetta ofboðslega sárt. Maður lærir það að peningar eru ekki allt. Það eru önnur gildi í lífinu. Gildismat mitt er algerlega breytt," segir Pálmi en hann segist einnig hafa fengið morðhótanir og hótunarbréf í pósti. „Þetta er komið út fyrir öll velsæmismörk." Pálmi segist vera búinn að loka sig algerlega af og að honum líði eins og stofufanga. Hann sé hættur að fara með börnin sín í sund. Mest lesið Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Ozzy Osbourne allur Erlent Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Innlent „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Innlent Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Innlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Fleiri fréttir Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Sjá meira
Pálmi Haraldsson, fyrrverandi eigandi Fons, segist bera ábyrgð á efnahagshruninu en að stærsti sökudólgurinn sé hið opinbera. Hann viðurkennir að hafa tekið þátt í siðferðilega vafasömum viðskiptum en að hann hafi ekki framið nein lögbrot. Pálmi segist sjá eftir mannorði sínu. Þetta kemur fram í viðtali við hann í DV í dag. Hann segir að umsvifamiklir fjárfestar hafi verið í „typpakeppni." Pálmi var áberandi fjárfestir árin fyrir hrun og átti meðal annars Skeljung, Securitas, Iceland Express og Serling flugfélagið.Ber ábyrgð á „þessari vitleysu" „Ég ætla ekki að draga úr minni ábyrgð í þeim málum. Ég var þátttakandi í þessu. Þetta voru þær leikreglur sem voru í gangi, skrifaðar sem óskrifaðar," segir Pálmi aðspurður hvort að fjármagnseigendurnir og bankarnir hafi ekki drifið hagkerfið sem féll áfram. Aftur á móti segir hann að eftirlitsaðilarnir Seðlabankinn og Fjármálaeftirlitið beri mesta ábyrgð. Auk þess telur Pálmi að þingmenn sem voru í meirihluta á Alþingi þegar leikreglurnar í viðskiptalífinu voru búnar til beri ábyrgð. Það sama eigi við um eigendur og stjórnendur bankanna og síðast en ekki síst forystumenn í atvinnulífinu og samtökum þeirra. „Auðvitað er ég einn af þeim af aðilum sem tóku þátt í þessari vitleysu. Þetta eru náttúrulega bara sorglegir atburðir sem hafa gerst sér í samfélaginu," segir Pálmi.Sér ekki eftir peningunum heldur mannorðinu Pálmi segir að sú eftirsjá sem hann ber í brjósti snúist ekki um peninga. „Líður mér illa? Já, alveg skelfilega. Sé ég eftir peningunum sem ég hef tapað í þessi hruni? Nei. Sé ég eftir mannorði mínu? Já, alveg gríðarlega, gríðarlega. Ég gerði allt til að fá það aftur. Af hverju missti ég það? Af því að ég var þátttakandi í leiknum. Skammast ég mín? Já, að sjálfsögðu fyrir sumt en annað ekki. Af hverju skyldi ég ekki gera það? Annað væri óeðlilegt," segir Pálmi í viðtalinu.Hættur að fara með börnin í sund Pálmi segist verða fyrir aðkasti á götum úti og lenda í því að fólk öskri á hann. „Heldur þú að ég líði ekki fyrir að geta ekki farið á kaffihús á Íslandi lengur? Auðvitað er þetta ofboðslega sárt. Maður lærir það að peningar eru ekki allt. Það eru önnur gildi í lífinu. Gildismat mitt er algerlega breytt," segir Pálmi en hann segist einnig hafa fengið morðhótanir og hótunarbréf í pósti. „Þetta er komið út fyrir öll velsæmismörk." Pálmi segist vera búinn að loka sig algerlega af og að honum líði eins og stofufanga. Hann sé hættur að fara með börnin sín í sund.
Mest lesið Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Ozzy Osbourne allur Erlent Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Innlent „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Innlent Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Innlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Fleiri fréttir Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Sjá meira