Innlent

Félag háskólakennara vill framtíðarstefnu fyrir háskólastig

Félag háskólakennara vilja að ríkisstjórn móti framtíðarstefnu fyrir háskólastig.
Félag háskólakennara vilja að ríkisstjórn móti framtíðarstefnu fyrir háskólastig.

Á fundi stjórnar Félags háskólakennara dags. 23. apríl 2010 var eftirfarandi ályktun samþykkt:

Stjórn Félags háskólakennara skorar á stjórnvöld að forgangsraða fjárveitingum til einstakra skóla á háskólastigi í samræmi við alþjóðlega viðurkennd viðmið á frammistöðu þeirra, til að mæta þeirri niðurskurðarþörf sem áætluð er á næstu árum.

Einnig, að leita leiða til að hagræða í rekstri háskólastigsins alls í heild sinni og skoða af heilum hug hver sé raunveruleg þörf á þeim fjölda skóla á háskólastigi sem nú tíðkast. Skoða þarf hvort samstarf skólanna og jafnvel sameiningar séu líklegar leiðir til sparnaðar.

Stjórn félagsins telur mikilvægt að stjórnvöld móti sér framtíðarstefnu fyrir háskólastigið allt og að þau geri upp hug sinn um hvaða einingar innan háskólastigsins sé verjandi að styðja, áður en niðurskurður hvers og eins þeirra verður ákvarðaður.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×