Lífið

Robin Hood klúðraði fyrsta sætinu í Bandaríkjunum

Tinni Sveinsson skrifar
Russell segist vera til í að gera fleiri myndir um Hróa hött.
Russell segist vera til í að gera fleiri myndir um Hróa hött.
Ridley Scott og Russell Crowe voru væntanlega ekki sáttir þegar þeir fengu bíótölur helgarinnar í Bandaríkjunum í hendurnar í morgun. Þeir félagar flatmaga nú á Rívíerunni í Frakklandi þar sem þeir frumsýndu Robin Hood með pompi og prakt á miðvikudaginn var.

Robin Hood náði ekki að slá Iron Man 2 út og munaði þó nokkru. Iron Man halaði inn 53 milljónir dollara en Robin Hood 37. Iron Man er að vísu búin að vera hrikalega vinsæl frá frumsýningu og er greinilega ekkert lát á.

Þó að þetta sé kannski ekki ásættanlegur árangur þurfa Ridley og Russell ekkert að fara á límingunum. Robin Hood er nefninlega tekjuhæsta myndin á heimsvísu eftir helgina og náði langleiðina í kostnaðinn. Þegar 57 lönd eru tekin saman náði hún 111 milljónum dollara í kassann en hún kostaði um 155 milljónir.


Tengdar fréttir

Hrói höttur spennir bogann

Hrói höttur er eflaust einhver þekktasta persóna breskrar bókmenntasögu. Þessi góðhjartaði riddari Sherwood-skógar í Nottinghamskíri hefur oft og mörgum sinnum ratað á hvíta tjaldið enda hefur sagan af honum allt það sem prýðir góða kvikmynd: ást, peninga, völd og… boga.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.