Víg í okkar nafni 23. febrúar 2010 06:00 Á sunnudaginn voru 33 óbreyttir borgarar drepnir í loftárásum NATO-herja í suðurhluta Afganistan. Meðal hinna látnu voru konur og börn og hefur ríkisstjórn Afganistans þegar fordæmt atvikið, en loftárásirnar voru liður í nýrri „stórsókn“ NATO í Afganistan. Þar hefur Obama Bandaríkjaforseti og friðarverðlaunahafi Nóbels fjölgað í herliði Bandaríkjanna og önnur NATO-ríki hafa fylgt eftir. Með aðild sinni að NATO er Ísland og hefur lengi verið beinn þátttakandi í hernaðinum í Afganistan, þar með talið morðum og ofbeldisverkum á konum og börnum. Ástæða er til að velta því fyrir sér hvort ekki eigi að taka þá stefnu til gagngerrar endurskoðunar. Stríðið í Afganistan hefur nú bráðum staðið í níu ár. Stórsóknin sem núna er hafin hefur þann tilgang að koma í veg fyrir uppgjöf sem annars blasti við. Skæruliðar talíbana hafa aldrei verið öflugri síðan þeir voru hraktir frá völdum 2001; í fjórum fimmtu hlutu landsins eiga árásir vopnaðra vígamanna sér stað oftar en einu sinni í viku og nú í janúar gerðu talíbanar árás á höfuðborgina Kabúl. Sjálf ríkisstjórn landsins situr í fölsuðu umboði þar sem seinustu forsetakosningar voru gagnrýndar af eftirlitsmönnum víða um lönd. Þó að ríkisstjórn Afganistans sitji í skjóli Bandaríkjanna tókst þeim ekki að koma í veg fyrir víðtækt kosningamisferli Karzais forseta til að tryggja eigið endurkjör í ágúst síðastliðnum. Á hinn bóginn þiggja NATO-herirnir umboð sitt frá afgönsku ríkisstjórninni en hún hefur enga stjórn á þeim og hefur ítrekað gagnrýnt framferði þeirra. Því er ekki hægt að tala um eitt yfirvald sem fari með lögsögu yfir Afganistan; það er misheppnað ríki. Samkvæmt alþjóðlegum rannsóknum er það næstspilltasta land heimsins og barnadauði er þar meiri en í nokkru öðru ríki. 52% af þjóðartekjum koma af fíkniefnasölu, en henni hafði nánast verið útrýmt árið 2000. Hernaður NATO í Afganistan hefur það yfirlýsta markmið að styðja við bakið á ríkisstjórn sem flestar ríkisstjórnir bandalagsins hafa þó gagnrýnt fyrir kosningasvik. Sjálf hefur þessi ríkisstjórn þó ekkert að segja varðandi framkvæmd hernaðarins sem á í orði kveðnu að vera henni til aðstoðar. Engin tengsl eru lengur á milli talíbana og al-Kaída þannig að ekki er hægt að tengja hernaðinn í Afganistan lengur við hið illskilgreinda „stríð gegn hryðjuverkum“. Stríðið er borgarastyrjöld sem hafin var að tilstuðlan öflugasta stórveldis veraldar og er viðhaldið af því, enda þótt árangurinn af því hafi verið lítill. Aðkoma NATO að stríðinu er öll hin furðulegasta. Þegar Bandaríkin réðust inn í Afganistan árið 2001 flykktu NATO-ríki sér að baki innrásinni enda þótt hún hefði ekki verið borin undir bandalagið. NATO tók síðan að sér að létta á Bandaríkjaher þegar hann réðst inn í Írak 2003 og veitti jafnframt óbeinan stuðning við hernám Íraks sem þó hafði verið gagnrýnt af leiðtogum margra ríkisstjórna bandalagsins. Hernám Afganistan hefur æ síðan verið samstarfsverkefni Bandaríkjanna og NATO en allar ákvarðanir þó teknar af Bandaríkjastjórn. Þessi hernaður tengist mörgum illræmdustu glæpaverkum Bush-stjórnarinnar undanfarin áratug, ólöglegri fangavistun í Guantanamo, leynifangelsum CIA og pyntingum á stríðsföngum. Eigi að síður hafa önnur NATO-ríki aldrei gengið svo langt að leggja til að bandalagið dragi sig úr þessu stríði. Meðal ríkja sem gætu átt frumkvæði að því er Ísland en ríkisstjórn Íslands hefur til þessa stutt hernaðinn á vettvangi NATO, t.d. á fundinum í Rúmeníu vorið 2008 þar sem þáverandi forsætisráðherra og utanríkisráðherra töldu ástæðu til að leigja einkaþotu til að geta farið og stutt við framtakið. Núna liggur fyrir Alþingi tillaga að rannsókn á tildrögum þess að Ísland lýsti yfir stuðningi við innrás Bandaríkjanna í Írak. Full ástæða er til að taka þá ákvörðun til ítarlegrar rannsóknar. Þar með er þó ekki nóg að gert. Einnig þarf að taka til rækilegrar athugunar með hvaða hætti þær ákvarðanir hafa verið teknar sem gert hafa íslensku þjóðina að beinum þátttakanda í stríðsátökum í Afganistan. Slíkar ákvarðanir hafa nefnilega ekki verið bornar undir Alþingi Íslendinga og svo sannarlega ekki undir íslensku þjóðina. Það væri jafnvel nærtækara mál fyrir íslensku þjóðina að kjósa um heldur en hvort vextir af tilteknu erlendu láni eigi að vera prósentinu hærri eða lægri, fastir eða fljótandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson Skoðun Skoðun Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Sjá meira
Á sunnudaginn voru 33 óbreyttir borgarar drepnir í loftárásum NATO-herja í suðurhluta Afganistan. Meðal hinna látnu voru konur og börn og hefur ríkisstjórn Afganistans þegar fordæmt atvikið, en loftárásirnar voru liður í nýrri „stórsókn“ NATO í Afganistan. Þar hefur Obama Bandaríkjaforseti og friðarverðlaunahafi Nóbels fjölgað í herliði Bandaríkjanna og önnur NATO-ríki hafa fylgt eftir. Með aðild sinni að NATO er Ísland og hefur lengi verið beinn þátttakandi í hernaðinum í Afganistan, þar með talið morðum og ofbeldisverkum á konum og börnum. Ástæða er til að velta því fyrir sér hvort ekki eigi að taka þá stefnu til gagngerrar endurskoðunar. Stríðið í Afganistan hefur nú bráðum staðið í níu ár. Stórsóknin sem núna er hafin hefur þann tilgang að koma í veg fyrir uppgjöf sem annars blasti við. Skæruliðar talíbana hafa aldrei verið öflugri síðan þeir voru hraktir frá völdum 2001; í fjórum fimmtu hlutu landsins eiga árásir vopnaðra vígamanna sér stað oftar en einu sinni í viku og nú í janúar gerðu talíbanar árás á höfuðborgina Kabúl. Sjálf ríkisstjórn landsins situr í fölsuðu umboði þar sem seinustu forsetakosningar voru gagnrýndar af eftirlitsmönnum víða um lönd. Þó að ríkisstjórn Afganistans sitji í skjóli Bandaríkjanna tókst þeim ekki að koma í veg fyrir víðtækt kosningamisferli Karzais forseta til að tryggja eigið endurkjör í ágúst síðastliðnum. Á hinn bóginn þiggja NATO-herirnir umboð sitt frá afgönsku ríkisstjórninni en hún hefur enga stjórn á þeim og hefur ítrekað gagnrýnt framferði þeirra. Því er ekki hægt að tala um eitt yfirvald sem fari með lögsögu yfir Afganistan; það er misheppnað ríki. Samkvæmt alþjóðlegum rannsóknum er það næstspilltasta land heimsins og barnadauði er þar meiri en í nokkru öðru ríki. 52% af þjóðartekjum koma af fíkniefnasölu, en henni hafði nánast verið útrýmt árið 2000. Hernaður NATO í Afganistan hefur það yfirlýsta markmið að styðja við bakið á ríkisstjórn sem flestar ríkisstjórnir bandalagsins hafa þó gagnrýnt fyrir kosningasvik. Sjálf hefur þessi ríkisstjórn þó ekkert að segja varðandi framkvæmd hernaðarins sem á í orði kveðnu að vera henni til aðstoðar. Engin tengsl eru lengur á milli talíbana og al-Kaída þannig að ekki er hægt að tengja hernaðinn í Afganistan lengur við hið illskilgreinda „stríð gegn hryðjuverkum“. Stríðið er borgarastyrjöld sem hafin var að tilstuðlan öflugasta stórveldis veraldar og er viðhaldið af því, enda þótt árangurinn af því hafi verið lítill. Aðkoma NATO að stríðinu er öll hin furðulegasta. Þegar Bandaríkin réðust inn í Afganistan árið 2001 flykktu NATO-ríki sér að baki innrásinni enda þótt hún hefði ekki verið borin undir bandalagið. NATO tók síðan að sér að létta á Bandaríkjaher þegar hann réðst inn í Írak 2003 og veitti jafnframt óbeinan stuðning við hernám Íraks sem þó hafði verið gagnrýnt af leiðtogum margra ríkisstjórna bandalagsins. Hernám Afganistan hefur æ síðan verið samstarfsverkefni Bandaríkjanna og NATO en allar ákvarðanir þó teknar af Bandaríkjastjórn. Þessi hernaður tengist mörgum illræmdustu glæpaverkum Bush-stjórnarinnar undanfarin áratug, ólöglegri fangavistun í Guantanamo, leynifangelsum CIA og pyntingum á stríðsföngum. Eigi að síður hafa önnur NATO-ríki aldrei gengið svo langt að leggja til að bandalagið dragi sig úr þessu stríði. Meðal ríkja sem gætu átt frumkvæði að því er Ísland en ríkisstjórn Íslands hefur til þessa stutt hernaðinn á vettvangi NATO, t.d. á fundinum í Rúmeníu vorið 2008 þar sem þáverandi forsætisráðherra og utanríkisráðherra töldu ástæðu til að leigja einkaþotu til að geta farið og stutt við framtakið. Núna liggur fyrir Alþingi tillaga að rannsókn á tildrögum þess að Ísland lýsti yfir stuðningi við innrás Bandaríkjanna í Írak. Full ástæða er til að taka þá ákvörðun til ítarlegrar rannsóknar. Þar með er þó ekki nóg að gert. Einnig þarf að taka til rækilegrar athugunar með hvaða hætti þær ákvarðanir hafa verið teknar sem gert hafa íslensku þjóðina að beinum þátttakanda í stríðsátökum í Afganistan. Slíkar ákvarðanir hafa nefnilega ekki verið bornar undir Alþingi Íslendinga og svo sannarlega ekki undir íslensku þjóðina. Það væri jafnvel nærtækara mál fyrir íslensku þjóðina að kjósa um heldur en hvort vextir af tilteknu erlendu láni eigi að vera prósentinu hærri eða lægri, fastir eða fljótandi.
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun