Áætlun um atvinnuuppbyggingu í fullum gangi Jón Hákon Halldórsson skrifar 26. maí 2010 16:53 Katrín Júlíusdóttir segir ekkert óljóst við áform stjórnvalda um atvinnuuppbyggingu í Þingeyjarsýslu. Mynd/ GVA. Katrín Júlíusdóttir iðnaðarráðherra segir það af og frá að stefna ríkisstjórnarinnar varðandi atvinnumál í Þingeyjarsýslu séu óljós. Gunnlaugur Stefánsson, forseti bæjarstjórnar Norðurþings, sagði í hádegisfréttum Bylgjunnar í dag að fólk á svæðinu vildi skýrari svör, en þau sem hefðu fengist á fundi með iðnaðarráðherra og forstjóra Landsvirkjunar í gær. „Það sem þarna var á ferðinni var kynning á frumathugun," segir Katrín. Stefnt sé að því að næsta haust verið farið að hylla undir að menn fari að skrifa undir samninga við kaupanda að orku sem framleidd verður á svæðinu. „Það sem var verið að kynna núna var eingöngu frumathugun vinnuhóps. Það getur vel verið að við hefðum aldrei átt að kynna þessa frumathugun ef menn ætla að taka þessu svona," segir Katrín og telur að kosningaskjálfti sé kominn í sveitastjórnarmenn. „Við erum bara að vinna samkvæmt áætlun. Áætlunin felur það í sér að það eru sex fyrirtæki í skoðun. Tvö í a-flokki og fjögur í b-flokki sem þýðir að þau eru í frekari skoðun hjá verkefnastjórninni," segir Katrín. Hugmyndin sé síðan sú að ráðast í öfluga markaðssetningu á svæðinu til atvinnuuppbyggingar. Sú hugmynd sé ekki sist komin til að frumkvæði Landsvirkjunar. „Það þýðir þó ekki að menn séu að leita að einhverju öðru í staðin fyrir eitthvað annað. Það þýðir bara að við ætlum að ráðast í alvöru atvinnuuppbyggingu á svæðinu. Það er gott fyrir Þingeyinga og það er líka gott fyrir þjóðarbúið," segir Katrín. Tengdar fréttir Hiti í Þingeyingum eftir fund með iðnaðarráðherra Mikill hiti er í mörgum Þingeyingum eftir fund með iðnaðarráðherra í gær. Verkefnisstjórn um nýtingu orkunnar í Þingeyjarsýslum hefur komist að þeirri niðurstöðu að tvö verkefni séu áhugaverð og raunhæf; álver á vegum Alcoa og álver á vegum kínverska fyrirtækisins Bosai. Ríkisstjórnin vill hins vegar leita betur að einhverju öðru. Forseti bæjarstjórnar segir Þingeyinga vilja fá skýrari svör. 26. maí 2010 12:41 Mest lesið Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Innlent Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Erlent Kviknaði í bíl á miðjum vegi Innlent Úr Kvennaskólanum í píparann Innlent Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Innlent Fleiri fréttir „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Stefnt að nýjum og glæsilegum miðbæ í Grundarfirði Kviknaði í bíl á miðjum vegi Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Sjá meira
Katrín Júlíusdóttir iðnaðarráðherra segir það af og frá að stefna ríkisstjórnarinnar varðandi atvinnumál í Þingeyjarsýslu séu óljós. Gunnlaugur Stefánsson, forseti bæjarstjórnar Norðurþings, sagði í hádegisfréttum Bylgjunnar í dag að fólk á svæðinu vildi skýrari svör, en þau sem hefðu fengist á fundi með iðnaðarráðherra og forstjóra Landsvirkjunar í gær. „Það sem þarna var á ferðinni var kynning á frumathugun," segir Katrín. Stefnt sé að því að næsta haust verið farið að hylla undir að menn fari að skrifa undir samninga við kaupanda að orku sem framleidd verður á svæðinu. „Það sem var verið að kynna núna var eingöngu frumathugun vinnuhóps. Það getur vel verið að við hefðum aldrei átt að kynna þessa frumathugun ef menn ætla að taka þessu svona," segir Katrín og telur að kosningaskjálfti sé kominn í sveitastjórnarmenn. „Við erum bara að vinna samkvæmt áætlun. Áætlunin felur það í sér að það eru sex fyrirtæki í skoðun. Tvö í a-flokki og fjögur í b-flokki sem þýðir að þau eru í frekari skoðun hjá verkefnastjórninni," segir Katrín. Hugmyndin sé síðan sú að ráðast í öfluga markaðssetningu á svæðinu til atvinnuuppbyggingar. Sú hugmynd sé ekki sist komin til að frumkvæði Landsvirkjunar. „Það þýðir þó ekki að menn séu að leita að einhverju öðru í staðin fyrir eitthvað annað. Það þýðir bara að við ætlum að ráðast í alvöru atvinnuuppbyggingu á svæðinu. Það er gott fyrir Þingeyinga og það er líka gott fyrir þjóðarbúið," segir Katrín.
Tengdar fréttir Hiti í Þingeyingum eftir fund með iðnaðarráðherra Mikill hiti er í mörgum Þingeyingum eftir fund með iðnaðarráðherra í gær. Verkefnisstjórn um nýtingu orkunnar í Þingeyjarsýslum hefur komist að þeirri niðurstöðu að tvö verkefni séu áhugaverð og raunhæf; álver á vegum Alcoa og álver á vegum kínverska fyrirtækisins Bosai. Ríkisstjórnin vill hins vegar leita betur að einhverju öðru. Forseti bæjarstjórnar segir Þingeyinga vilja fá skýrari svör. 26. maí 2010 12:41 Mest lesið Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Innlent Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Erlent Kviknaði í bíl á miðjum vegi Innlent Úr Kvennaskólanum í píparann Innlent Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Innlent Fleiri fréttir „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Stefnt að nýjum og glæsilegum miðbæ í Grundarfirði Kviknaði í bíl á miðjum vegi Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Sjá meira
Hiti í Þingeyingum eftir fund með iðnaðarráðherra Mikill hiti er í mörgum Þingeyingum eftir fund með iðnaðarráðherra í gær. Verkefnisstjórn um nýtingu orkunnar í Þingeyjarsýslum hefur komist að þeirri niðurstöðu að tvö verkefni séu áhugaverð og raunhæf; álver á vegum Alcoa og álver á vegum kínverska fyrirtækisins Bosai. Ríkisstjórnin vill hins vegar leita betur að einhverju öðru. Forseti bæjarstjórnar segir Þingeyinga vilja fá skýrari svör. 26. maí 2010 12:41