Lífið

Sigurmynd Cannes fær misjafna dóma

Apichatpong Weerasethakul með Gullpálmann sem hann fékk um síðustu helgi.
Apichatpong Weerasethakul með Gullpálmann sem hann fékk um síðustu helgi.

Evrópskir kvikmyndaspekúlantar eru ekki allir jafn sáttir við óvænta sigurmynd Cannes-hátíðarinnar í ár, hina taílensku Uncle Boonmee Who Can Recall His Past Lives í leikstjórn Apichatpong Weerasethakul.

Franska dagblaðið Le Monde sagði að dómnefndin hefði ákveðið að verðlauna utangarðsmann í kvikmyndaheiminum og að myndirnar sem kepptu um Gullpálmann hefðu verið frekar lélegar. Blaðið Le Figaro tók enn dýpra í árinni og sagði að sigurmyndin hefði verið bæði leiðinleg og óskiljanleg. Hið spænska El Pais var á sama máli og sagði söguþráðinn algjörlega út í hött.

Bresk blöð voru heldur jákvæðari í garð myndarinnar en voru svekkt yfir því að gengið hafi verið framhjá nýjustu mynd Mike Leigh, Another Year.

The Times sagði taílensku myndina þá undarlegustu sem hafi keppt um Gullpálmann. Eigi að síður hafi hún verið frábær upplifun þar sem fallegu landslagi og minningarbrotum hafi verið blandað saman á smekklegan hátt.

Svissneska blaðið Le Temps sagði að Cannes-hátíðin væri ein örfárra í heiminum þar sem kvikmyndagerðarmenn sem eru skildir út undan vegna markaðsaflanna gætu látið ljós sitt skína.

Hér má sjá nokkrar klippur úr sigurmyndinni.






Tengdar fréttir

Óvæntustu úrslit Cannes í manna minnum

Valið á sigurmynd kvikmyndahátíðarinnar í Cannes kom öllum í opna skjöldu þetta árið. Tim Burton stýrði dómnefndinni sem veitti tælenskri mynd Gullpálmann.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.