Lífið

Fullt á hundahóteli um jólin

Fullt út að dyrum Hreiðar Karlsson segir mikið hafi verið að gera á Hundahótelinu yfir hátíðarnar. 
Fréttablaðið/stefán mynd nr: F28301209
Fullt út að dyrum Hreiðar Karlsson segir mikið hafi verið að gera á Hundahótelinu yfir hátíðarnar. Fréttablaðið/stefán mynd nr: F28301209

Fullt var á Hundahótelinu á Leirum yfir hátíðarnar og að sögn Hreiðars Karlssonar, eiganda hótelsins, hefur það verið svo undanfarin ár.

„Það er yfirbókað allar hátíðar og sérstaklega yfir jól og áramót. Fólk er að flækjast fram og til baka í matarboð og það eru margir sem leysa hundana undan jólastússinu með því að gefa þeim frí. Það eru einnig margir hundar hræddir við flugeldar og þeim líður betur hér hjá okkur. Við erum aðeins fyrir utan bæinn þannig lætin eru minni hér,“ útskýrir Hreiðar. Hann segir fastagestum hótelsins hafa fjölgað til muna og hjá þeim dvelji oft sömu hundarnir nokkrum sinnum yfir árið.

Aðspurður segir hann hundana fljóta að aðlagast breyttum aðstæðum og eru það frekar eigendurnir sem eiga bágt með aðskilnaðinn. „Hundarnir væla kannski í tíu mínútur og svo er það búið, hundar eru fljótir að aðlagast breyttum aðstæðum, þeir hafa líka nóg fyrir stafni á meðan þeir dvelja hér.

Eigendurnir eru viðkvæmari og sumir hafa grátið þegar þeir skilja hundana eftir, en svo verða mikil fagnaðarlæti við endurfundina.“

Hreiðar segist mæla með því að hundaeigendur panti pláss á hótelinu fram í tímann séu þeir að hugsa um að fara í frí. „Það er alltaf hægt að afpanta plássið verði ekkert úr fríinu, þá hringir fólk bara og lætur mig vita.“ -sm






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.