Erlent

Engin niðurstaða í Washington

Viðræðum Bandaríkjamanna og Ísraela er lokið í Washington án niðurstöðu. Benjamin Netanyahu forsætisráðherra Ísraels hitti Barack Obama forseta meðal annars tvívegis en hann hefur nú snúið heim á leið.

Viðræðunum var ætlað að koma firiðarviðræðum við Palestínumenn aftur á koppinn. Samskipti á milli þessara tveggja vinaþjóða hafa ekki verið verri í langan tíma en Bandaríkjamenn eru ósáttir við áætlanir um fyrirhugaðar nýbyggingar í Austur-Jerúsalem.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×