Ísraelsstjórn vill byggja 26. mars 2010 04:00 Mynd/AP AP Ráðherrar í ríkisstjórn Benjamins Netanjahú lýstu fullum stuðningi við hann í gær, þegar hann kom heim frá Bandaríkjunum. Þar hafði Barack Obama forseti reynt árangurslaust að fá hann til að stöðva áform um byggingar í austurhluta Jerúsalemborgar. „Ég þakka Guði fyrir að hafa fengið það tækifæri að vera sá ráðherra sem samþykkir byggingu þúsunda íbúða í Jerúsalem," sagði Eli Yishai innanríkisráðherra, sem hefur umsjón með byggingarframkvæmdum í borginni. Hann sagðist staðráðinn í að þær framkvæmdir héldu áfram. Palestínumenn gera það að skilyrði allra frekari friðarviðræðna við Ísraela að byggingarframkvæmdum fyrir gyðinga í hverfum araba verði hætt. Palestínumenn vilja að austurhluti Jerúsalemborgar verði höfuðborg sjálfstæðs Palestínuríkis. Tilraunir Baracks Obama og Bandaríkjastjórnar til að hleypa nýju lífi í friðarviðræður hafa strandað á þessu deilumáli, sem snúist hefur upp í alvarlegasta ágreining bandarískra og ísraelskra stjórnvalda í langa tíð. Netanjahú forsætisráðherra hefur lengi verið fylgjandi framkvæmdum af þessu tagi, en jafnvel þótt hann vildi verða við kröfum Bandaríkjamanna ætti hann erfitt með að fá harðlínuflokka í stjórn sinni í lið með sér. Bandaríkjamenn líta þessa deilu alvarlegum augum, eins og sjá má af ummælum bæði frá Hillary Clinton utanríkisráðherra og David Petreus herforingja, sem segja hana grafa undan markmiðum Bandaríkjanna víðar í heiminum og kynda undir öfgahópum og hryðjuverkamönnum. Netanjahú virtist hafa þessi ummæli í huga þegar hann sagði í ræðu í vikunni að gyðingahatur byggi að baki þeirri skoðun að „ef Ísrael væri ekki til, þá myndu mörg helstu vandamál heimsins hverfa". Hann ítrekaði jafnframt að Ísraelar gerðu tilkall til allrar Jerúsalemborgar: „Jerúsalem er ekki landnemabyggð. Hún er höfuðborg okkar." Palestínumenn virðast almennt á þeirri skoðun að meðan Netanjahú er við völd sé engin von til þess að friðarsamningar takist. Abdúllah Jórdaníukonungur sagði hins vegar í gær að með landtökubyggðum sínum væri Ísraelsstjórn að leika sér að eldinum. Hún verði að taka ákvörðun um það hvort hún vilji frið eða stríð. gudsteinn@frettabladid.is Mest lesið „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Erlent Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Erlent Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Innlent Fyrirgefur morðingjanum Erlent Bilun hjá fjarskiptafyrirtæki sögð hafa valdið fjórum dauðsföllum Erlent Réðst á konur og sló í miðborginni Innlent Í fyrsta sinn fleiri börn með offitu en í undirþyngd Erlent Ofurfellibylurinn Ragasa nálgast Filippseyjar Erlent ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Innlent Fleiri fréttir „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Í fyrsta sinn fleiri börn með offitu en í undirþyngd Ofurfellibylurinn Ragasa nálgast Filippseyjar Bilun hjá fjarskiptafyrirtæki sögð hafa valdið fjórum dauðsföllum Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Fyrirgefur morðingjanum Bein útsending: Minningarathöfn Charlie Kirk Kanada, Bretland og Ástralía viðurkenna Palestínu Trump og Vance ávarpa minningarathöfn Charlie Kirk Búast við því að Bretar viðurkenni sjálfstæði Palestínu í dag Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Trump og Selenskí funda á ný Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Cruz sagði hótanir Carr líkt og frá mafíósa í Goodfellas Eistar óska eftir samráði NATO eftir að Rússar rufu lofthelgi þeirra Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Sagður neita að samþykkja hergagnasendingu til Taívan Norska krónprinsessan í veikindaleyfi Reiðir Könum sem skreyta sig með fána Kanada Rússar áfrýja niðurstöðu um hrap malasísku farþegaþotunnar Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sjá meira
AP Ráðherrar í ríkisstjórn Benjamins Netanjahú lýstu fullum stuðningi við hann í gær, þegar hann kom heim frá Bandaríkjunum. Þar hafði Barack Obama forseti reynt árangurslaust að fá hann til að stöðva áform um byggingar í austurhluta Jerúsalemborgar. „Ég þakka Guði fyrir að hafa fengið það tækifæri að vera sá ráðherra sem samþykkir byggingu þúsunda íbúða í Jerúsalem," sagði Eli Yishai innanríkisráðherra, sem hefur umsjón með byggingarframkvæmdum í borginni. Hann sagðist staðráðinn í að þær framkvæmdir héldu áfram. Palestínumenn gera það að skilyrði allra frekari friðarviðræðna við Ísraela að byggingarframkvæmdum fyrir gyðinga í hverfum araba verði hætt. Palestínumenn vilja að austurhluti Jerúsalemborgar verði höfuðborg sjálfstæðs Palestínuríkis. Tilraunir Baracks Obama og Bandaríkjastjórnar til að hleypa nýju lífi í friðarviðræður hafa strandað á þessu deilumáli, sem snúist hefur upp í alvarlegasta ágreining bandarískra og ísraelskra stjórnvalda í langa tíð. Netanjahú forsætisráðherra hefur lengi verið fylgjandi framkvæmdum af þessu tagi, en jafnvel þótt hann vildi verða við kröfum Bandaríkjamanna ætti hann erfitt með að fá harðlínuflokka í stjórn sinni í lið með sér. Bandaríkjamenn líta þessa deilu alvarlegum augum, eins og sjá má af ummælum bæði frá Hillary Clinton utanríkisráðherra og David Petreus herforingja, sem segja hana grafa undan markmiðum Bandaríkjanna víðar í heiminum og kynda undir öfgahópum og hryðjuverkamönnum. Netanjahú virtist hafa þessi ummæli í huga þegar hann sagði í ræðu í vikunni að gyðingahatur byggi að baki þeirri skoðun að „ef Ísrael væri ekki til, þá myndu mörg helstu vandamál heimsins hverfa". Hann ítrekaði jafnframt að Ísraelar gerðu tilkall til allrar Jerúsalemborgar: „Jerúsalem er ekki landnemabyggð. Hún er höfuðborg okkar." Palestínumenn virðast almennt á þeirri skoðun að meðan Netanjahú er við völd sé engin von til þess að friðarsamningar takist. Abdúllah Jórdaníukonungur sagði hins vegar í gær að með landtökubyggðum sínum væri Ísraelsstjórn að leika sér að eldinum. Hún verði að taka ákvörðun um það hvort hún vilji frið eða stríð. gudsteinn@frettabladid.is
Mest lesið „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Erlent Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Erlent Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Innlent Fyrirgefur morðingjanum Erlent Bilun hjá fjarskiptafyrirtæki sögð hafa valdið fjórum dauðsföllum Erlent Réðst á konur og sló í miðborginni Innlent Í fyrsta sinn fleiri börn með offitu en í undirþyngd Erlent Ofurfellibylurinn Ragasa nálgast Filippseyjar Erlent ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Innlent Fleiri fréttir „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Í fyrsta sinn fleiri börn með offitu en í undirþyngd Ofurfellibylurinn Ragasa nálgast Filippseyjar Bilun hjá fjarskiptafyrirtæki sögð hafa valdið fjórum dauðsföllum Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Fyrirgefur morðingjanum Bein útsending: Minningarathöfn Charlie Kirk Kanada, Bretland og Ástralía viðurkenna Palestínu Trump og Vance ávarpa minningarathöfn Charlie Kirk Búast við því að Bretar viðurkenni sjálfstæði Palestínu í dag Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Trump og Selenskí funda á ný Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Cruz sagði hótanir Carr líkt og frá mafíósa í Goodfellas Eistar óska eftir samráði NATO eftir að Rússar rufu lofthelgi þeirra Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Sagður neita að samþykkja hergagnasendingu til Taívan Norska krónprinsessan í veikindaleyfi Reiðir Könum sem skreyta sig með fána Kanada Rússar áfrýja niðurstöðu um hrap malasísku farþegaþotunnar Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sjá meira