Í umboði hvers situr framkvæmdavaldið? Þór Gíslason skrifar 8. nóvember 2010 12:59 Meðferð valds í stjórnskipan íslenska lýðveldisins er mjög brengluð og þarfnast lagfæringar. Á 135. löggjafarþinginu árið 2007-2008 náðu 84% frumvarpa til laga, sem lögð voru fram í nafni ríkisstjórnar, að verða að lögum. Aðeins 7% frumvarpa stjórnarþingmanna (tvö af 28) urðu að lögum, en ekkert af 51 frumvarpi stjórnarandstöðuþingmanna. Þessi niðurstaða er ekkert einsdæmi. Á 133. löggjafarþinginu árið 2006-2007 var staðan 82% fyrir stjórnina, 14% fyrir stjórnarþingmenn og 3% fyrir stjórnarandstöðu eða tvö frumvörp af 59. Í þeim tölulegu gögnum sem fram koma í ársskýrslum Alþingis má sjá að ríkisstjórnir (framkvæmdavaldið) eru mjög afgerandi afl á Alþingi sem fer með löggjafarvaldið. Það er ekki óvarlegt að segja að framkvæmdavald íslenska lýðveldisins geri það sem það vill, setji sér sjálft þau lög og þær reglur sem það þarf að vinna eftir. Þessu þarf að breyta þannig að Alþingi fari eitt með löggjafarvaldið og setji ríkisstjórn þær leikreglur sem starfa á eftir. Til þess að skilin verði afgerandi tel ég að taka verði skipan framkvæmdavalds frá Alþingi með þeim hætti að þjóðin kjósi höfuð framkvæmdavaldsins (forseta/forsætisráðherra) og að ríkisstjórn sitji ekki á Alþingi. Forseti/forsætisráðherra þarf að hafa meirihluta kjósenda að baki sér, en því má ná fram með forgangsröðun í kosningum eða að kosið verði á milli tveggja efstu frambjóðenda úr forkosningu. Hvernig ráðherrar veljast mætti útfæra á tvo vegu. 1. Um leið og forseti/forsætisráðherra er kjörinn, verði ráðherrar í skilgreind ráðuneyti kjörnir. a. Persónukjör: Frambjóðendur bjóða sig fram í tiltekin ráðherra embætti. Þeir geta verið fagaðilar eða pólitíkusar. b. Listakosning: Frambjóðandi í embætti forseta /forsætisráðherra leggur fram lista yfir einstaklinga og ráðuneyti þeirra í ríkisstjórn sína. 2. Sá sem velst með meirihluta til embættis forseta/forsætisráðherra, tilnefnir aðila í ráðherraembætti og leggur tilnefningar fyrir Alþingi. Alþingi metur hæfi þeirra til embættisins á faglegum forsendum og samþykkir tilnefningu eða hafnar. Ég býð mig fram til setu á Stjórnlagaþingi. Útfærslan hér að framan er tillaga að lausn sem ég leitast eftir að fá tækifæri til að vinna að af heilindum með hverjum þeim sem til Stjórnlagaþings velst. Ég hef þá sannfæringu að með opnum og heiðarlegum skoðanaskiptum, milli ólíkra einstaklinga með mismunandi reynslu og ólík viðhorf, geti lýðræðið verið skapandi afl sem leiðir okkur að bestu mögulegu lausn á þeim verkefnum sem við tökumst á við. Ég vil leggja mitt af mörkum til þess að móta stjórnarskrá sem er einföld og gefur skýr viðmið um framkvæmd stjórnskipunar, grundvallar mannréttindi og ábyrga lýðræðislega hegðun. Framsetning stjórnarskrárinnar og orðalag þarf að vera með þeim hætti að hinn almenni borgari velkist ekki í vafa um inntak hennar og muni standa vörð um hana um langa framtíð. Ég tel að eiginleikar mínir, menntun og reynsla nýtist vel við þá krefjandi vinnu sem framundan er. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 06.09.2025 Halldór Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson Skoðun Útgerðin skuldar okkur skýringar Guðmundur Helgi Þórarinsson Skoðun Skoðun Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Áfram Breiðholt og Kjalarnes! Skúli Helgason skrifar Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vesturlönd mega ekki leyfa Pútín að skrifa leikreglurnar Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Gulur september María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason skrifar Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Reiði á tímum allsnægta Jökull Gíslason skrifar Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Tölur segja ekki alla söguna Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Enn úr sömu sveitinni Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Palestínsk börn eiga betra skilið Anna Lúðvíksdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Meira að segja Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 76 dagar sem koma aldrei aftur Einar Guðnason skrifar Sjá meira
Meðferð valds í stjórnskipan íslenska lýðveldisins er mjög brengluð og þarfnast lagfæringar. Á 135. löggjafarþinginu árið 2007-2008 náðu 84% frumvarpa til laga, sem lögð voru fram í nafni ríkisstjórnar, að verða að lögum. Aðeins 7% frumvarpa stjórnarþingmanna (tvö af 28) urðu að lögum, en ekkert af 51 frumvarpi stjórnarandstöðuþingmanna. Þessi niðurstaða er ekkert einsdæmi. Á 133. löggjafarþinginu árið 2006-2007 var staðan 82% fyrir stjórnina, 14% fyrir stjórnarþingmenn og 3% fyrir stjórnarandstöðu eða tvö frumvörp af 59. Í þeim tölulegu gögnum sem fram koma í ársskýrslum Alþingis má sjá að ríkisstjórnir (framkvæmdavaldið) eru mjög afgerandi afl á Alþingi sem fer með löggjafarvaldið. Það er ekki óvarlegt að segja að framkvæmdavald íslenska lýðveldisins geri það sem það vill, setji sér sjálft þau lög og þær reglur sem það þarf að vinna eftir. Þessu þarf að breyta þannig að Alþingi fari eitt með löggjafarvaldið og setji ríkisstjórn þær leikreglur sem starfa á eftir. Til þess að skilin verði afgerandi tel ég að taka verði skipan framkvæmdavalds frá Alþingi með þeim hætti að þjóðin kjósi höfuð framkvæmdavaldsins (forseta/forsætisráðherra) og að ríkisstjórn sitji ekki á Alþingi. Forseti/forsætisráðherra þarf að hafa meirihluta kjósenda að baki sér, en því má ná fram með forgangsröðun í kosningum eða að kosið verði á milli tveggja efstu frambjóðenda úr forkosningu. Hvernig ráðherrar veljast mætti útfæra á tvo vegu. 1. Um leið og forseti/forsætisráðherra er kjörinn, verði ráðherrar í skilgreind ráðuneyti kjörnir. a. Persónukjör: Frambjóðendur bjóða sig fram í tiltekin ráðherra embætti. Þeir geta verið fagaðilar eða pólitíkusar. b. Listakosning: Frambjóðandi í embætti forseta /forsætisráðherra leggur fram lista yfir einstaklinga og ráðuneyti þeirra í ríkisstjórn sína. 2. Sá sem velst með meirihluta til embættis forseta/forsætisráðherra, tilnefnir aðila í ráðherraembætti og leggur tilnefningar fyrir Alþingi. Alþingi metur hæfi þeirra til embættisins á faglegum forsendum og samþykkir tilnefningu eða hafnar. Ég býð mig fram til setu á Stjórnlagaþingi. Útfærslan hér að framan er tillaga að lausn sem ég leitast eftir að fá tækifæri til að vinna að af heilindum með hverjum þeim sem til Stjórnlagaþings velst. Ég hef þá sannfæringu að með opnum og heiðarlegum skoðanaskiptum, milli ólíkra einstaklinga með mismunandi reynslu og ólík viðhorf, geti lýðræðið verið skapandi afl sem leiðir okkur að bestu mögulegu lausn á þeim verkefnum sem við tökumst á við. Ég vil leggja mitt af mörkum til þess að móta stjórnarskrá sem er einföld og gefur skýr viðmið um framkvæmd stjórnskipunar, grundvallar mannréttindi og ábyrga lýðræðislega hegðun. Framsetning stjórnarskrárinnar og orðalag þarf að vera með þeim hætti að hinn almenni borgari velkist ekki í vafa um inntak hennar og muni standa vörð um hana um langa framtíð. Ég tel að eiginleikar mínir, menntun og reynsla nýtist vel við þá krefjandi vinnu sem framundan er.
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun
Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar
Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar
Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun
Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun