Innlent

Guðríður: Þögn þangað til á morgun - bjartsýn á meirihlutasamstarf

Boði Logason skrifar
Guðríður gefur ekkert upp hvernig samningsviðræður ganga
Guðríður gefur ekkert upp hvernig samningsviðræður ganga
„Það er eiginlega bara þögn þangað til á morgun, það er bara svoleiðis," segir Guðríður Arnardóttir, oddviti Samfylkingarinnar í Kópavogi. Hún segir að flokkarnir hafi ákveðið að tjá sig ekkert um fundinn sem fór fram í dag. „Það mun koma niðurstaða í þetta á morgun."

Eins og áður hefur komið fram hafa Y-listi Kópavogsbúa, Samfylkingin, Vinstri grænir og Næst besti flokkurinn fundað stíft síðustu daga um myndun meirihluta í bænum. Flokkarnir funduðu í dag og ætla að hittast aftur á morgun og ganga frá meirihluta viðræðunum.

Guðríður segir enga ástæðu vera fyrir þögn flokkanna. „Við viljum bara tryggja að þetta sé í okkar hendi," segir hún. Hún er þó mjög bjartsýn á að flokkarnir nái að mynda meirihluta. En getur hún lofað Kópavogsbúum að það verði myndaður nýr meirihluti á morgun? „Ég lofa engu, en ég er mjög bjartsýn og verð bjartsýnni með hverjum deginum."












Fleiri fréttir

Sjá meira


×