Lífið

Hefur engan tíma til að lesa

Leikkonan getur ekki beðið eftir því að sökkva sér niður í góða bók.
Leikkonan getur ekki beðið eftir því að sökkva sér niður í góða bók.
Breska leikkonan Gemma Arterton segir það mikla synd að hafa ekki lengur tíma til að lesa bækur. Hin 24 ára Arterton hefur vakið mikla athygli undanfarin ár fyrir hlutverk sín í myndum á borð við Prince of Persia og Bond-myndinni Quantum of Solace.

Þótt hún sé ánægð með að ferillinn sé á hraðri uppleið sér hún eftir því að geta ekki sökkt sér niður í uppáhalds tómstundaiðju sína, eða lestur góðra bóka. „Það er mikil synd vegna þess að núna les ég mikið af sögum en þær eru alltaf í handritaútgáfum. Það er ekki það sama og að lesa góða bók,“ segir Arterton.

Hún ætlar að hvíla sig aðeins á kvikmyndunum eftir mikla törn þar að undanförnu og vill einbeita sér að leikhúsinu í staðinn. Síðar á árinu fer hún með hlutverk í leikriti eftir Henrik Ibsen í London. Þá vonast hún til að fá smá tíma til að lesa. „Ég er virkilega ánægð með að leika í þessu Ibsen-leikriti. Ég get ekki beðið eftir því að geta tekið þátt í því og lesið bækur í frístundunum,“ segir hún og bætir við: „Uppáhaldsbókin mín þegar ég var lítil var Alkemistinn. Ég las hana fyrst þegar ég var átta ára og hún hafði mikil áhrif á mig.“





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.